Kynbundnar kröfur Una Hildardóttir skrifar 22. ágúst 2016 16:27 Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar