Íslenskir þjálfarar hirtu helming verðlaunanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2016 09:30 Dagur, Guðmundur og Þórir. Samsett mynd/Vísir/Anton Þó svo að Ísland hafi ekki átt handboltalið á Ólympíuleikunum í Ríó, hvorki í karla- né kvennaflokki, unnu lið íslenskra þjálfara til helming verðlaunanna sem í boði voru. Guðmundur Guðmundsson er orðinn þjóðhetja í Danmörku eftir að Danir unnu sín fyrstu gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum frá upphafi. Gærdagurinn var því ein stærsta stund í danskri íþróttasögu. Danir unnu heimsmeistara Frakka sem höfðu unnið gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum á undan og hvert stórmótið á fætur öðru þar fyrir utan. Íslenskir þjálfarar áttu svo bæði bronsliðin. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera frábæra hluta með þýska landsliðið sem hafði verið í mikilli lægð áður en Dagur tók við liðinu. Þjóðverjar unnu Pólverja í leiknum um bronsið og kórónuðu þar með frábært ár eftir að hafa orðið afar óvænt Evrópumeistarar í upphafi ársins. Þá hélt velgengni norska kvennalandsliðsins áfram undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið vann brons eftir að hafa tapað fyrir verðandi Ólympíumeisturum Rússlands í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik. Norðmenn eru þó einnig ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Það eru þó aðeins íþróttamennirnir sjálfir sem fá verðlaunapening um hálsinn á Ólympíuleikum og verða því þjálfararnir að láta sér heiðurinn duga. Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54 Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Þó svo að Ísland hafi ekki átt handboltalið á Ólympíuleikunum í Ríó, hvorki í karla- né kvennaflokki, unnu lið íslenskra þjálfara til helming verðlaunanna sem í boði voru. Guðmundur Guðmundsson er orðinn þjóðhetja í Danmörku eftir að Danir unnu sín fyrstu gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikum frá upphafi. Gærdagurinn var því ein stærsta stund í danskri íþróttasögu. Danir unnu heimsmeistara Frakka sem höfðu unnið gull á síðustu tveimur Ólympíuleikum á undan og hvert stórmótið á fætur öðru þar fyrir utan. Íslenskir þjálfarar áttu svo bæði bronsliðin. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera frábæra hluta með þýska landsliðið sem hafði verið í mikilli lægð áður en Dagur tók við liðinu. Þjóðverjar unnu Pólverja í leiknum um bronsið og kórónuðu þar með frábært ár eftir að hafa orðið afar óvænt Evrópumeistarar í upphafi ársins. Þá hélt velgengni norska kvennalandsliðsins áfram undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið vann brons eftir að hafa tapað fyrir verðandi Ólympíumeisturum Rússlands í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik. Norðmenn eru þó einnig ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. Það eru þó aðeins íþróttamennirnir sjálfir sem fá verðlaunapening um hálsinn á Ólympíuleikum og verða því þjálfararnir að láta sér heiðurinn duga.
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54 Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02 Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30 Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15 Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt Norska kvennalandsliðið í handbolta kemur heim með verðlaun frá Ólympíuleikunum í Ríó en liðið tryggði sér bronsverðlaun með sannfærandi tíu marka sigri á Hollandi í leiknum um þriðja sætið. 20. ágúst 2016 15:54
Leikhléið hjá Degi snéri leiknum og Þjóðverjar tóku bronsið | Myndir Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Ríó með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í leiknum um þriðja sætið. 21. ágúst 2016 15:02
Umfjöllun og myndir: Danmörk-Frakkland 28-26 | Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum Guðmundur Guðmundsson gerði Dani í kvöld að Ólympíumeisturum í handbolta en Danir unnu þá Ólympíumeistara síðustu tveggja leika, Frakka, með tveggja marka mun. 21. ágúst 2016 18:30
Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari. 21. ágúst 2016 23:15
Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. 20. ágúst 2016 16:42