Rússland er Ólympíumeistari kvenna í handbolta eftir þriggja marka sigur á Frakklandi, 22-19, í úrslitaleiknum í Ríó í dag.
Rússarnir, sem lögðu Noreg í framlengdum undanúrslitaleik, byrjuðu betur og voru 6-3 yfir eftir sautján mínútna leik.
Staðan í hálfleik var svo 10-7 Rússum í vil, en Frakkarnir komu öflugir inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu í 14-14.
Þá sigu þær rússnesku aftur fram úr og unnu að lokum með þremur mörkum, 22-19, en mikill fögnuður braust út í leikslok.
Anna Vyakhierva skoraði fimm mörk fyrir Rússland, en Siraba Dembele og Allison Pineau skoruðu fimm mörk fyrir Frakkland.
Noregur tók bronsið.
Rússland fór alla leið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn


Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



