Innlent

Fjallið vann í flugvéladrætti og Botswana búar ærast

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Í dag kemur það í ljós hvort Fjallið fær titilinn Sterkasti maður heims.
Í dag kemur það í ljós hvort Fjallið fær titilinn Sterkasti maður heims. Vísir/Getty
Loka keppnisdagur úrslitakeppni Sterkasta manns heims hófst í morgun í Botswana. Þar keppir Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og flestir þekkja hann, en hann var í þriðja sæti eftir þrautir gærdagsins. Hann var skammt undan efstu keppendum og því í góðri stöðu fyrir lokaþrautirnar.

Hafþór sigraði í fyrstu þrautinni í morgun, sem fólst í því að draga 40 tonna flugvél nokkra metra. Keppninni er ekki lokið en ljóst er að Hafþór er aðeins örfáum stigum á eftir Bryan Shaw sem sigraði keppnina í fyrra. Í gær þurfti Laurence Shahlaei, sterkasti maður Evrópu, að draga sig úr keppni vegna meiðsla.

Hafþór er þekktur um allan heim vegna leik sinn í þáttunum Game of Thrones og það ætlaði allt um koll að keyra eftir að hann sigraði flugvéladráttinn í morgun eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir ofan. Þar er hann kallaður „schumba“  sem þýðir „ljónið“.

Keppninni lýkur seinna í dag en hér fyrir neðan má sjá Hafþór draga vélina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×