Körfubolti

Serbneska vörnin skellti í lás

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos Teodosic, fyrirliði Serbíu.
Milos Teodosic, fyrirliði Serbíu. vísir/getty
Það verða Serbar og Bandaríkjamenn sem mætast í úrslitum körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum.

Bandaríkin unnu sex stiga sigur, 82-76, á Spáni í fyrri undanúrslitaleiknum og í þeim seinni bar Serbía sigurorð af Ástralíu, 87-61.

Serbneska liðið spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og hélt Áströlum í aðeins 14 stigum. Skotnýting ástralska liðsins var skelfileg og liðið átti í mestu vandræðum með að koma almennilegum skotum á körfuna.

Serbar leiddu með 21 stigi í hálfleik, 35-14, og seinni hálfleikurinn var lítt spennandi. Serbía vann á endanum 26 stiga sigur, 87-61.

Milos Teodosic, fyrirliði Serba, fór fyrir sínum mönnum og skoraði 22 stig og gaf fimm stoðsendingar. Stefan Markovic kom næstur með 14 stig.

Patty Mills og Brock Motum skoruðu 13 stig hvor fyrir fyrir Ástrala sem mæta Spánverjum í leiknum um 3. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×