Erlent

Bongo áfram forseti í Gabon

Atli ísleifsson skrifar
Ali Bongo varð forseti í Gabon árið 2009.
Ali Bongo varð forseti í Gabon árið 2009. Vísir/AFP
Kosningastjórn Afríkuríkisins Gabon hefur greint frá því að forsetinn Ali Bongo hafi unnið sigur í forsetakosningum landsins.

Þetta verður annað kjörtímabil hins 57 ára Bongo, en faðir hans, Omar Bongo, stýrði landinu í 41 ár.

Framkvæmd kosninganna hefur mikið verið gagnrýnd og hafa talsmenn  Evrópusambandsins hvatt kosningastjórn til að birta niðurstöður frá hverjum kjörstað fyrir sig.

Í frétt SVT kemur fram að Ali Bongo hafi hlotið 49,9 prósent atkvæða, en andstæðingur hans, Jean Ping, 48,2 prósent.

Ping hefur farið fram á endurtalningu í héraðinu Haut Ogooue þar sem þátttaka er sögð hafa verið 99,98 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×