Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila. Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira
Innanríkisráðherra lýsir því yfir í bréfi, sem sent var borgarstjóra í dag, að staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði óbreytt nema samið verði um annað sem samræmist vilja Alþingis. Óraunhæft sé að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. Þegar er búið að loka minnstu flugbrautinni. Það var gert fyrr í sumar og miðað við áform Reykjavíkurborgar verður lengstu brautinni, norður-suður brautinni, lokað eftir sex ár, sem flugrekendur telja almennt að þýði endalok flugvallarins. Bréf ráðherra til borgarstjóra í dag bendir til að ríkisvaldið ætli ekki að láta þau áform ganga yfir sig, möglunarlaust.Flugbraut 06/24, minnstu brautinni, með stefnu í norðaustur/suðvestur, hefur þegar verið lokað.vísir/pjeturFlugvöllurinn fer ekki fet, án vilja Alþingis, eru í raun skilaboðin sem Ólöf Nordal sendir Degi B. Eggertssyni með bréfinu. Þar er vitnað til fyrirvara Skipulagsstofnunar við gildandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar þar sem segir að uppbygging í Vatnsmýri sé háð frekara samkomulagi við samgönguyfirvöld ríkisins um flutning flugstarfsemi af svæðinu. Þá er rakin staða flugvallarmálsins og vitnað til fyrri úttekta, meðal annars Rögnunefndar, en svo segir í bréfi ráðherra: „Af þessum úttektum verður hvorki dregin afgerandi niðurstaða um að rétt sé að færa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, né hvaða annar kostur kæmi til greina. Það má því ljóst vera að óraunhæft er að ætla að sú stefna, sem fram kemur í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, að annarri meginflugbraut Reykjavíkurflugvallar, norður-suður brautinni, verði lokað 2022, nái fram að ganga."Reykjavíkurborg er að skipuleggja 800 íbúða byggð við Skerjafjörð á flugvallarlandi sem ríkið seldi nýlega.Ráðherra segir brýnt að ríki og borg nái víðtækri sátt um framtíð flugvallarins sem tryggi að þeim mikilvægu almannahagsmunum sem tengist innanlandsflugi verði ekki stefnt í hættu. „Í því felst að ganga verður út frá því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýrinni um lengri tíma en til 2022. Staðsetning flugvallarins verði óbreytt svo lengi sem ekki liggur fyrir skýrt samkomulag við yfirvöld samgöngumála um annað sem samræmist vilja Alþingis." Ólöf Nordal leggur að lokum til að ríki og Reykjavíkurborg hefji hið fyrsta formlegar viðræður um framtíð vallarins sem byggi á framangreindum forsendum. Þar verði kallað eftir sjónarmiðum annarra sveitarstjórna og hagsmunaaðila.
Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Sjá meira