Leiðinlegasti pabbi í heimi Birgir Örn Guðjónsson skrifar 9. september 2016 10:29 Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar