Leiðinlegasti pabbi í heimi Birgir Örn Guðjónsson skrifar 9. september 2016 10:29 Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það? Það getur samt verið erfitt að útskýra þetta fyrir tíu ára stelpu sem er alveg að verða sextán. Það er samt auðvelt að segja henni að reglur samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram og Snapchat banna börnum yngri en 13 að skrá sig þar inn. Hún getur ekkert sagt við því. Það er ekki mitt mál þótt aðrir virði ekki þær reglur. Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar