Missti af frelsisþögninni Ögmundur Jónasson skrifar 9. september 2016 07:00 Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn nokkurra einkarekinna útvarpsstöðva hafa í tvígang skrifað sameiginlega greinar í blöð til að leggja áherslu á kröfur sínar um að skatta- og lagaumhverfi ljósvakamiðlanna tryggi þeim jafna samkeppnisstöðu á við Ríkisútvarpið. Þetta er skiljanlegt baráttumarkmið. Belgingurinn í þessum skrifum þykir mér hins vegar meiri en innistæða er fyrir. Okkur er sagt að Stöð 2, Síminn, Hringbraut, ÍNN og Útvarp Saga séu „frjálsu fjölmiðlarnir“ og Ríkisútvarpið þá væntanlega ófrjálst. Við erum minnt á að „frjálsu fjölmiðlarnir“ hafi orðið til í verkfalli BSRB árið 1984 en þá hafi starfsfólk lokað Ríkisútvarpinu í kjarabaráttu sinni. Við þær aðstæður hafi „frjálsu fjölmiðlarnir stigið inn“ og minnt á þá tímaskekkju sem Ríkisútvarpið væri.Baráttan gegn launafólki Ég man þessa tíma vel enda í hópi þeirra sem hundeltir voru upp í Hæstarétt af frjálshyggjuliðinu sem undir vænghafi Sjálfstæðisflokksins stóð þá fyrir rekstri „frjálsra“ áróðursstöðva gegn okkur verkfallsfólkinu. Öllum brögðum var beitt af hálfu þeirra sem stýrðu kjarabaráttunni gegn starfsfólkinu sem leyfði sér þá ósvinnu að fara fram á sanngjörn laun. Krafist var fangelsisdóma. „Fæstir“ sakni þess tíma þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna, segir í skrifum fimmmenninganna, og til að minna „notendur ljósvakamiðlanna á gamla tíma“ hafi verið ákveðið að hinn 1. september skyldi „slökkva á útsendingum frjálsra stöðva í 7 mínútur kl. 21“. Ekki á dýptina Því miður missti ég af þessari frelsisþögn Ingva Hrafns og félaga. Man hreinlega ekki hvað ég hafði fyrir stafni. En hitt skal ég játa að ég er hluti af meintu fámenni, sem saknar margs frá fjölmiðlun liðins tíma. Auðvitað er ágætt að fleiri fjölmiðlamenn komist nú að en áður var, til þess að rekja garnirnar úr stjórnmálamönnum samtímans og keppa um að bjóða upp á vinsælustu smellina. Út á þetta gekk samkeppnin að uppistöðu til á þessum tíma – og gerir enn. Því miður. Alla vega nær þessi samkeppni ekki mjög á dýptina, þótt vissulega séu þar virðingarverðar undantekningar.Sjálfhælni á sér takmörk Prímus mótor í einkavæðingunni voru síðan aðilar sem vildu hasla sér völl í þessum atvinnugeira og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja þar til nú að sjálfhælnin virðist ætla að bera þá ofurliði. Eflaust er hægt að bæta fjölmiðlun á Íslandi verulega og er þess virði að kannað verði rækilega hvernig hægt er að finna leiðir til þess í skattalegu og lagalegu tilliti að laga rekstrarskilyrði markaðsfjölmiðlanna. En að stilla dæminu upp sem frelsi gegn ófrelsi er að ætla sjálfum sér meiri stærð en risið verður undir. Út á Ríkisútvarpið er vissulega margt að setja. Verst þykja mér vera merki geðþóttastjórnunar sem reglulega hefur glytt í um nokkurt skeið, oftar en ekki í tengslum við ómaklegar uppsagnir. Þá fer það heldur ekki framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur ekki farið varhluta af samkeppninni en hún hefur ekki alltaf verið upp á við. Alla vega er annað ekki að sjá og skilja.Enginn þarf að þegja mín vegna Tengsl Alþingis við Ríkisútvarpið voru illu heilli stórlega skert við hlutafélagavæðinguna og niðurlagningu Útvarpsráðs. Ég veit að það samræmist ekki rétthugsun „frjálsra“ fjölmiðlamanna að tala á þennan veg. Ég geri það nú samt en tek jafnframt fram að ég bið engan um að þegja mér til samlætis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun