Lánshæfiseinkunn – hvað er það? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. september 2016 07:00 Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun