Lánshæfiseinkunn – hvað er það? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. september 2016 07:00 Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Söguleg tímamót urðu í síðustu viku þegar alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep. Einkunnin er þannig aftur komin upp í A-flokk, í fyrsta sinn tæp átta ár, og er ákvörðun Moody’s staðfesting á því stjórnvöldum hefur tekist að snúa efnahagsmálum á rétta braut og ljúka farsælu uppgjöri við hrun bankanna 2008.Hvers vegna er þetta svona merkilegt? Það er afar sjaldgæft að matsfyrirtæki hækki lánshæfismat ríkja um tvö þrep á einu bretti. Moody’s bendir hins vegar á að hækkunin endurspegli einfaldlega hraðan efnahagsbata eftir fall bankakerfisins. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að greiða niður skuldir og og má segja að það hafi komið Íslandi í einstaka stöðu á meðal þeirra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við. Er útlit fyrir að skuldastaða ríkissjóðs verði brátt ein sú besta í heiminum. Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað á methraða sem þýðir að miklum fjármunum, sem áður fóru einfaldlega í það að borga vexti og viðhalda skuldum, er nú hægt að ráðstafa í uppbyggileg verkefni. Hækkun lánshæfismatsins tekur mið af þessu öllu, ásamt auknum kaupmætti, farsælu samkomulagi við slitabúin sem munu skila ríkissjóði hundruðum milljarða og miklum stöðugleika í ríkisfjármálum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.Reikningurinn ekki sendur til næstu kynslóða Bætt staða ríkissjóðs gerir stjórnvöldum nú kleift að styrkja innviði samfélagsins enn frekar. Til marks um það má meðal annars benda á að ríkisstjórnin hefur nú þegar boðað stóraukin framlög til heilbrigðismála í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára. Er gert ráð fyrir að framlögin aukist um 18% að raunvirði til ársins 2021 og verði þá orðin um þrjátíu milljörðum króna hærri en í ár. Hafa verður það í huga að án þess árangurs sem náðst hefur á undanförnum árum í að lækka ríkisskuldir væru engar forsendur fyrir áformum um aukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Við búum nú hins vegar við þá öfundsverðu stöðu að geta styrkt kerfið enn betur án þess að þurfa að senda reikninginn til næstu kynslóða. Með traustri efnahagsstjórn, myndarlegum hagvexti og stórbættri afkomu ríkissjóðs hefur myndast raunverulegt svigrúm til þess að efla velferðarkerfið og lækka skatta.Kjör allra batna Lánshæfiseinkunnir eru ekki bara einhverjir bókstafir á blaði, heldur skipta þær sköpum. Hærri einkunn Íslands þýðir að búast má við því að ríkinu bjóðist í kjölfarið hagstæðari lánskjör á alþjóðlegum mörkuðum og ætti það sama að gilda um almenning og fyrirtæki í landinu. Kjör allra munu batna. Það er sannarlega tilefni til þess að gleðjast yfir því. Og sá áþreifanlegi ábati sem mun fylgja hærri lánshæfiseinkunn er vonandi þörf áminning um mikilvægi þess að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið á kjörtímabilinu, að greiða niður skuldir og sýna ráðdeild í rekstri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun