Byggjum eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 8. september 2016 09:31 Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Áherslur þeirra sem fara með völdin í landinu hafa í alltof langan tíma verið á ranga hluti og fólkið í landinu er orðið þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda í málum sem snerta hagsmuni almennings, það er, okkar sem byggjum þetta samfélag. Niðurstaðan er landflótti ungs fólks, húsnæðismarkaður sem er í molum, ónýtt heilbrigðiskerfi og aðför að menntakerfinu. Niðurstaðan er sú að árið 2016 finnst varla sá hópur sem ekki er enn að berjast fyrir bættum kjörum, virðingu og réttlæti. Þessu þarf að breyta strax! Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, byggja þarf upp eitt samfélag fyrir alla þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi. Samfélag þar sem réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Þar á endurreisn heilbrigðiskerfisins að vera forgangsatriði. Aðgengi að slíkri þjónustu á aldrei að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinga og því á hún að vera gjaldfrjáls. Útrýma þarf löngum biðlistum sjúklinga og bæta þarf aðgengi. Bæta þarf kjör eftirlaunafólks og öryrkja án tafar og gera þarf betur við barnafjölskyldur. Fjárfesta þarf í menntakerfinu og gera það aðgengilegt öllum, óháð aldri, búsetu eða fjárhag. Greiða þarf úr gríðarlega alvarlegu ástandi á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Nú er tækifæri til þess að byggja raunverulega eitt samfélag fyrir alla - þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af. Það er mikilvægt að flokkur jafnaðarmanna svari ofangreindum kröfum og mæti sterkur til leiks í komandi kosningum svo hann komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og réttlátara samfélag. Það gerum við með því að mæta til leiks með framboðslista sem endurspeglar fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, því Alþingi þarf fyrst og fremst að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu til þess að vera í betri tengslum við það. Það er kominn tími til þess að við endurheimtum samfélagið okkar. Ég vil leggja mitt af mörkum í því mikilvæga verkefni sem framundan er og sækist því eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sema Erla Serdar Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur og nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð hefur sjaldan verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Áherslur þeirra sem fara með völdin í landinu hafa í alltof langan tíma verið á ranga hluti og fólkið í landinu er orðið þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda í málum sem snerta hagsmuni almennings, það er, okkar sem byggjum þetta samfélag. Niðurstaðan er landflótti ungs fólks, húsnæðismarkaður sem er í molum, ónýtt heilbrigðiskerfi og aðför að menntakerfinu. Niðurstaðan er sú að árið 2016 finnst varla sá hópur sem ekki er enn að berjast fyrir bættum kjörum, virðingu og réttlæti. Þessu þarf að breyta strax! Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, byggja þarf upp eitt samfélag fyrir alla þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi. Samfélag þar sem réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Þar á endurreisn heilbrigðiskerfisins að vera forgangsatriði. Aðgengi að slíkri þjónustu á aldrei að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinga og því á hún að vera gjaldfrjáls. Útrýma þarf löngum biðlistum sjúklinga og bæta þarf aðgengi. Bæta þarf kjör eftirlaunafólks og öryrkja án tafar og gera þarf betur við barnafjölskyldur. Fjárfesta þarf í menntakerfinu og gera það aðgengilegt öllum, óháð aldri, búsetu eða fjárhag. Greiða þarf úr gríðarlega alvarlegu ástandi á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Nú er tækifæri til þess að byggja raunverulega eitt samfélag fyrir alla - þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af. Það er mikilvægt að flokkur jafnaðarmanna svari ofangreindum kröfum og mæti sterkur til leiks í komandi kosningum svo hann komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og réttlátara samfélag. Það gerum við með því að mæta til leiks með framboðslista sem endurspeglar fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, því Alþingi þarf fyrst og fremst að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu til þess að vera í betri tengslum við það. Það er kominn tími til þess að við endurheimtum samfélagið okkar. Ég vil leggja mitt af mörkum í því mikilvæga verkefni sem framundan er og sækist því eftir 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun