Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 15:45 Skærasta stjarna heims stígur á svið í Kórnum í Kópavogi annað kvöld. vísir/getty Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Að ýmsu er að huga áður en haldið er af stað á tónleika Justins Bieber sem haldnir verða næstu tvö kvöld í Kórnum í Kópavogi. Búist er við allt að fjörutíu þúsund manns á tónleikunum.Hvenær á ég að mæta? Útisvæðið við Kórinn verður opnað klukkan 16 en gera má ráð fyrir að töluverðar biðraðir verði teknar að myndast fyrir þann tíma. Þeir allra hörðustu koma væntanlega til með að mæta snemma dags í þeim tilgangi að komast sem næst poppgoðinu þegar það loks stígur á svið um klukkan 20.30 annað kvöld. Á sama tíma, klukkan 16, taka umferðartakmarkanir í Kórahverfi gildi. Nánasta umhverfi við Kórinn verður lokað á tónleikadögunum fyrir alla nema íbúa í Kórahverfi og mun lögregla stýra umferð. Íbúar þurfa hins vegar að framvísa umferðarpassa sem þeir fá senda heim, en þeir geta jafnframt nálgast þá í afgreiðslubási Tix í Smáralind.„Við erum að verða vör við það að krakkar eru alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því."vísir/anton brinkÍsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, biðlar til fólks að taka því rólega. Dagskráin liggi fyrir og því sé engin þörf á að mæta í Kórinn fyrir allar aldir. „Við erum að verða vör við það að krakkar séu alveg að tryllast og við erum að sjá að þeir eru að skipuleggja að mæta snemma, eða að mæta í nótt. Ég vil bara biðla til foreldra að reyna að hafa börnin sín ofan af því að gera það. Við munum auðvitað leggja okkur fram við að passa upp á krakkana og passa upp á öryggi, en það er enginn matur, engin þjónusta og ekkert salerni. Það er ekkert í lagi að leyfa krökkunum þetta,“ segir Ísleifur í samtali við Vísi. „Það er nóg pláss fyrir alla. Það sjá allir vel og heyra allir vel. Fólk þarf ekkert að stressa sig að komast inn í húsið eða að ná einhverri stöðu. Þetta verður allt saman gert í rólegheitum, alveg sama hversu margir eru mættir.“Fólk er hvatt til að taka strætó eða leigubíl.Hvernig á ég að koma mér á tónleikana? Mælt er með því að fólk nýti sér samgöngur á borð við strætisvagna eða leigubíla, frekar heldur en að styðjast við einkabílinn. Einungis tólf hundruð bílastæði eru við Kórinn, en ef fjórir eða fleiri eru saman í bíl verður hægt, gegn framvísun að minnsta kosti fjögurra tónleikamiða, að leggja á sérstöku svæði á meðan pláss leyfir. Þá verður nægur fjöldi hjólastæða fyrir þá sem koma á reiðhjóli, og bílastæði verða fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt fær ferðaþjónusta fatlaðra aðgang alveg upp að húsi. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu fyrir tónleikagesti frá klukkan 14 í morgun. Þá verða sætaferðir frá Smáralind að Kórnum, og til baka, frá klukkan 16 á tónleikadögum fyrir tónleikagesti. Ísleifur segir að jafnframt verði rútuferðir í boði að Smáralind að tónleikum loknum. „Það verða vagnar fyrir utan eftir tónleikana, fullt af þeim. Við fyllum vagnanna og þeir keyra í hringrás þar til allt tæmist,“ segir hann. Má ég taka með mér nesti? Æsingurinn verður að öllum líkindum umtalsverður á tónleikunum og er því vísara að næra sig vel áður en haldið er af stað. Ekki er leyfilegt að taka matvæli eða drykkjarföng á svæðið, en Ísleifur segir að verði ekki gerðar athugasemdir við vatnsflöskur í plasti. „Það má ekki taka með sér matvæli. Það er bara svona öryggis- og hreinlætismál. Ef allir væru að taka með sér hamborgara og pítsur þá yrði bara algjört ástand. Varðandi vatnsflöskur þá gerum við þær ekki upptækar. Ef fólk mætir með vatnbrúsa, ekki gler, og ef þetta er sannarlega vatn, þá gerum við ekkert í því,“ segir Ísleifur. Áfengi sé hins vegar ekki leyfilegt. „Það er mjög mikil gæsla og það er gæslunnar að fylgjast með því að það fari ekkert inn á svæðið sem má ekki fara inn.“ Þá eru stórir hlutir líkt og stólar bannaðir á tónleikunum.Er fleira sem þarf að huga að? Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í þægilegum klæðnaði, enda getur orðið heitt inni á tónleikasvæðinu. Þá verður ekkert fatahengi á staðnum. Myndatökur á síma eða litlar myndavélar eru leyfilegar á staðnum, en atvinnumyndavélar eða myndavélabúnaður er bannaður.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52 Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38 Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Æstir aðdáendur Bieber þegar mættir á tónleikana Tónleikahaldari biður krakka að halda ró sinni. 7. september 2016 09:52
Sjáðu lagalista Justin Bieber á Purpose-tónleikaferðalaginu Justin Bieber er á leiðinni til landsins eins og flestum ætti að vera kunnugt en talið er að hann lendi á Reykjavíkurflugvelli síðar í dag. 7. september 2016 11:38
Ung stúlka í geðshræringu reyndi að klifra til Bieber Stúlkan náði ekki yfir og virtist vera vægast sagt spennt fyrir nærveru Bieber. 7. september 2016 13:00