Skoðun

Sameinumst

Helgi Hjörvar skrifar
Hægri flokkarnir eru sundurklofnir. Framsókn að innan og sjálfstæðismenn í tvo flokka. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar staðið saman og á sameiginlegar hugsjónir um róttækar kerfisbreytingar.

Forgangsmálin eru uppbygging opinberrar heilbrigðisþjónustu og menntakerfis, stjórnarskrármálið, húsnæðismál unga fólksins, kerfisbreyting í bankamálum, þjóðaratkvæðagreiðslur og sameign á auðlindum. Hér er stórkostlegt tækifæri til sameiginlegrar verkefnaskrár fyrir nýjan meirihluta og samstöðu í kosningum.

Sameinuð umbótaöfl um málefni, ólík áherslum klofinna stjórnarflokka, eru sá skýri valkostur sem kjósendur eiga skilið. En hann er líka forsenda fyrir því að stjórnarandstaðan verði trúverðugur valkostur í kosningum. Til þessa hafa hægri öflin sótt trúverðugleika í samstöðu sína gegn sundruðum félagshyggju- og lýðræðisöflum. Nú er sögulegt tækifæri til að snúa því við. Nýtum það.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×