Áskoranir í ferðaþjónustu Hafliði Helgason skrifar 7. september 2016 10:00 Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára. Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja vel þau vandamál sem hraður vöxtur getur skapað. Þegar er farið að reyna á ýmsa innviði vegna fjölgunar ferðamanna og miðað við spár mun reyna enn meira á þá. Önnur hlið sem snýr að örum vexti er ágangur á viðkvæmu landi. Við höfum skyldu gagnvart komandi kynslóðum til að ganga ekki of nærri þeirri auðlind, frekar en öðrum auðlindum þjóðarinnar. Allt kostar peninga og einhver þarf að borga. Skýrsluhöfundar leggja til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu. Þetta er megintillaga Samtaka atvinnulífsins og er rökstuðningur hennar sú að þessi leið sé til þess fallin að tryggja bæði tekjur og stjórna ágangi á viðkvæmum ferðamannastöðum. Með þessari leið yrði til hvati til markaðssóknar og uppbyggingar um leið og skapaðar yrðu tekjur fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi aðferð eigi ekki alls staðar við, til dæmis þar sem bolmagn sé ekki fyrir hendi. Skýrsluhöfundar nefna þann kost að til verði sameiginlegur sjóður sem fjármagnaður væri með skatttekjum eða útgáfu ferðapassa til að mæta þessum þörfum. Víst er að ekki munu allir á eitt sáttir um þær leiðir sem skýrsluhöfundar gera að tillögu sinni. Hugmyndir um náttúrupassa náðu litlu flugi og deilur um leiðir hafa tafið nauðsynleg og fyrirsjáanleg verkefni. Tekjutap vegna þessa er verulegt og nauðsynlegt að nú setjist menn niður og komi sér niður á lausn til frambúðar. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er mikilvægt innlegg í það. En það er ekki einungis ágangur og ógn við náttúruverðmæti sem er umhugsunarefni þegar litið er til vaxtar og viðgangs ferðaþjónustunnar. Ísland er aftur að verða dýrt ferðaland. Styrking gjaldmiðils, háir vextir og launahækkanir geta hæglega dregið úr eftirspurninni. Meðmæli vina og ættingja og að Ísland sé þekktur „must see“ staður eru tvö algengustu svör ferðamanna við spurningunni hvers vegna þeir komi til Íslands. Það kann að veita okkur eitthvert skjól fyrir hækkandi verðlagi frá sjónarhóli þeirra sem hafa tekjur í annarri mynt en íslensku krónunni. Enn vitum við ekki hvar þolmörkin liggja og hver verðteygni ferðaþjónustunnar er, en við munum komast að því. Vonandi ekki of seint.
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar