Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2016 06:45 Nokkrir leikskólar hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að skerða þjónustuna. vísir/anton brink Af 64 leikskólum í Reykjavík vantar starfsfólk á 27 leikskóla og er um ríflega fimmtíu stöðugildi að ræða. Í tíu leikskólum vantar þrjá til fjóra starfsmenn til að leikskólinn sé fullmannaður fyrir veturinn.Halldóra Kristjónsdóttir, foreldri barns á BakkaborgÍ samtali við leikskólastjóra þeirra leikskóla sem auglýsa þessa dagana eftir starfsfólki kemur skýrt fram að erfitt er að fá fólk. Margir skólar hafa reynt að ráða í stöður frá því í ágúst. Flestir leikskólastjórar segja litlar undirtektir vera og í nokkrum tilfellum hafa engin svör borist við atvinnuauglýsingum. Fólk í atvinnuleit virðist leita á önnur mið. „Það er búið að þrengja það mikið að starfinu. Starfsumhverfið er orðið svo erfitt,“ segir Anna Bára Pétursdóttir, leikskólastjóri á Jöklaborg, en hún hefur misst starfsfólk til leikskóla í öðrum sveitarfélögum. Í sumum leikskólum hefur manneklan orðið til þess að leikskólastjórar hafa þurft að að skerða þjónustu við börn. Þannig hefur leikskólinn Bakkaborg gert skipulag fyrir septembermánuð þar sem hvert barn þarf að vera heima einn dag í viku. Foreldrar eru ekki sáttir. „Bakkaborg hefur staðið sig einstaklega vel miðað við aðstæður. En borgarstjórn þarf að fara að hysja upp um sig buxurnar. Það þarf að bæta starfsaðstæður,“ segir Halldóra Kristjónsdóttir, móðir barns á Bakkaborg, en hún er nýbyrjuð í nýju starfi og því erfitt að taka frí einn dag í viku. „Þetta er ekki bjóðandi fyrir vinnandi fólk. Ef þetta ástand fer ekki að skána flyt ég í annað sveitarfélag. Ég ætla ekki að bjóða barninu mínu upp á að fá verri skólaþjónustu en börn í öðrum sveitarfélögum.“Elín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóriElín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóri Bakkaborgar, segir ástandið svipað og rétt fyrir hrun þegar fólk gat valið milli starfa. Því miður verði leikskólinn oft út undan í þeirri keppni. Í síðustu viku hættu tveir starfsmenn við að hefja störf á leikskólanum því þeim hafði boðist annað starf. „Við vorum komin með fullmannaðan leikskóla. Svo breyttist það á tveimur dögum. Leikskólar njóta aldrei góðæris. Það eru skerðingar og hagræðing hvort sem það er góðæri eða kreppa. Í raun er auðveldara að reka leikskóla í kreppu því þá fáum við starfsfólk,“ segir Elín. Dagar sem börnin eru ekki á leikskólanum eru dregnir af leikskólagjaldi barnsins. „En það er mun lægri upphæð en vinnutap foreldra,“ segir Elín. „Fólk þarf að geyma sumarfrí fyrir skipulagsdaga, frí í grunnskólum, sumarfrí og svo framvegis. Það á enginn aukafrí fyrir þessa daga og það hafa ekki allir gott net í kringum sig upp á aðstoð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30 Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38 Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Af 64 leikskólum í Reykjavík vantar starfsfólk á 27 leikskóla og er um ríflega fimmtíu stöðugildi að ræða. Í tíu leikskólum vantar þrjá til fjóra starfsmenn til að leikskólinn sé fullmannaður fyrir veturinn.Halldóra Kristjónsdóttir, foreldri barns á BakkaborgÍ samtali við leikskólastjóra þeirra leikskóla sem auglýsa þessa dagana eftir starfsfólki kemur skýrt fram að erfitt er að fá fólk. Margir skólar hafa reynt að ráða í stöður frá því í ágúst. Flestir leikskólastjórar segja litlar undirtektir vera og í nokkrum tilfellum hafa engin svör borist við atvinnuauglýsingum. Fólk í atvinnuleit virðist leita á önnur mið. „Það er búið að þrengja það mikið að starfinu. Starfsumhverfið er orðið svo erfitt,“ segir Anna Bára Pétursdóttir, leikskólastjóri á Jöklaborg, en hún hefur misst starfsfólk til leikskóla í öðrum sveitarfélögum. Í sumum leikskólum hefur manneklan orðið til þess að leikskólastjórar hafa þurft að að skerða þjónustu við börn. Þannig hefur leikskólinn Bakkaborg gert skipulag fyrir septembermánuð þar sem hvert barn þarf að vera heima einn dag í viku. Foreldrar eru ekki sáttir. „Bakkaborg hefur staðið sig einstaklega vel miðað við aðstæður. En borgarstjórn þarf að fara að hysja upp um sig buxurnar. Það þarf að bæta starfsaðstæður,“ segir Halldóra Kristjónsdóttir, móðir barns á Bakkaborg, en hún er nýbyrjuð í nýju starfi og því erfitt að taka frí einn dag í viku. „Þetta er ekki bjóðandi fyrir vinnandi fólk. Ef þetta ástand fer ekki að skána flyt ég í annað sveitarfélag. Ég ætla ekki að bjóða barninu mínu upp á að fá verri skólaþjónustu en börn í öðrum sveitarfélögum.“Elín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóriElín Erna Steinarsdóttir, leikskólastjóri Bakkaborgar, segir ástandið svipað og rétt fyrir hrun þegar fólk gat valið milli starfa. Því miður verði leikskólinn oft út undan í þeirri keppni. Í síðustu viku hættu tveir starfsmenn við að hefja störf á leikskólanum því þeim hafði boðist annað starf. „Við vorum komin með fullmannaðan leikskóla. Svo breyttist það á tveimur dögum. Leikskólar njóta aldrei góðæris. Það eru skerðingar og hagræðing hvort sem það er góðæri eða kreppa. Í raun er auðveldara að reka leikskóla í kreppu því þá fáum við starfsfólk,“ segir Elín. Dagar sem börnin eru ekki á leikskólanum eru dregnir af leikskólagjaldi barnsins. „En það er mun lægri upphæð en vinnutap foreldra,“ segir Elín. „Fólk þarf að geyma sumarfrí fyrir skipulagsdaga, frí í grunnskólum, sumarfrí og svo framvegis. Það á enginn aukafrí fyrir þessa daga og það hafa ekki allir gott net í kringum sig upp á aðstoð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00 Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30 Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38 Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“ Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri. 30. ágúst 2016 07:00
Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu 26. ágúst 2016 18:30
Borgarstjóri hefur áhyggjur en finnst umræðan ekki endurspegla gott starf leikskólanna Dagur B. Eggertsson hefur áhyggjur af því sem hann kallar kerfisbundna skekkju við úthlutun fjár í leikskólum borgarinnar en segir gagnrýni grunnskólastjóra ekki sanngjarna. 30. ágúst 2016 13:38
Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. 31. ágúst 2016 06:00