Við viljum ekki verðhjöðnun og „gjaldmiðlafrið“ Lars Christensen skrifar 7. september 2016 09:30 Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er brostinn á friður – að minnsta kosti á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um „gjaldmiðlastríð“ – það er að segja að ríki hafi keppst við að veikja gjaldmiðil sinn til að ná samkeppnisforskoti á önnur ríki. Nú lítur hins vegar út fyrir að ríki „gjaldmiðlafriður“ því stærstu peningastórveldi heimsins koma nú fram og mæla gegn því sem þau kalla „gengisfölsun“. Fyrir um tveimur mánuðum steig bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, fram og varaði við „gjaldmiðlastríði“ og um helgina, í tengslum við G20-fundinn í Kína gerðu tvö stærstu hagkerfi heimsins, Kína og Bandaríkin, samkomulag um að „forðast gengislækkun til að stuðla að samkeppni og að ráðast ekki á gengi í samkeppnistilgangi“.Í verðhjöðnunarheimi þurfum við gjaldmiðlastríðÞað er auðvelt að láta sannfærast af yfirborðslegum röksemdum gegn „gjaldmiðlastríði“ en staðreyndin er sú að í aðstæðum þar sem flestir seðlabankar heimsins eru langt undir verðbólgumarkmiðum sínum, og það er áfram mikil hætta á verðhjöðnun, ætti ekki að gefa „gengisleiðina“ til að berjast gegn verðhjöðnun upp á bátinn. Þetta á sérstaklega við þegar stýrivextir eru fastir nálægt núllinu í stærstu hagkerfum heimsins, þegar Kína er undanskilið. En hugtakið „gjaldmiðlastríð“ er mjög villandi. Í heimi þar sem heildareftirspurn er lítil og hætta er á verðhjöðnun eru engin vandamál samfara gengislækkun til að stuðla að samkeppni. Gagnrýnendur halda því fram að ekki geti öll ríki fellt gengið og þess vegna yrðu nettó áhrif á efnahagsstarfsemi heimsins engin. Þetta er hins vegar langt frá því að vera rétt. Gengislækkun snýst ekki fyrst og fremst um samkeppnishæfni heldur um áhrifin á peningamarkaðsskilyrði. Ef ríki keppast við að lækka gengið keppast þau þannig í rauninni um að auka peningaframboð og auka hraða peningaflæðis. Þetta er augljóslega mjög jákvætt ef til staðar eru almenn hnattræn vandamál vegna daufrar heildareftirspurnar. Fyrir alla muni, komið því með gjaldmiðlastríðið!Að senda röng skilaboð til markaðannaMeð því að samþykkja að nota ekki gengið sem leið til að losa um peningamarkaðsskilyrðin eru tvö mikilvægustu „peningastórveldi“ heimsins, Bandaríkin og Kína, í raun að senda þau skilaboð til heimsins að þau hafi ekki fyllilega skuldbundið sig til að berjast gegn verðhjöðnunarþrýstingi. Það eru vissulega slæmar fréttir – sérstaklega þar sem einkum Seðlabanki Bandaríkjanna virðist ráðvilltur varðandi peningamálastefnuna í núverandi umhverfi með stýrivexti í raun nálægt núllinu. Í stað þess að samþykkja ígildi þess að festa gengi sitt ættu stærstu peningaveldin að samþykkja að leyfa seðlabönkum um allan heim að ákveða peningamálastefnu sína sjálfstætt vegna sinna eigin hagkerfa með kerfi fljótandi gengis. Ef seðlabankar og ríkisstjórnir vilja samræma peningamálastefnuna núna gætu þau að minnsta kosti samræmt stefnuna til að berjast gegn mestu hættunni – verðhjöðnun. Því miður virðast stjórnvöld í staðinn hafa samþykkt að fleygja frá sér mikilvægu tæki til að berjast gegn verðhjöðnun.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun