Einkunnir íslenska liðsins | Kári maður leiksins 5. september 2016 20:40 Kári Árnason í leiknum í Kænugarði í kvöld. Vísir/Getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00