Biðja Google að fjarlægja síðu á eigin vegum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2016 17:39 Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Vísir/getty Kvikmyndaverið Warner Brothers hefur lagt fram beiðni til Google að vefsíður á þeirra eigin vegum verði fjarlægðar af leitarvélinni. Þeir segja að þær brjóti höfundarréttarlög. Þá hefur Warner Brothers einnig beðið um að vefsíðurnar Amazon og Sky verði fjarlægðar, ásamt kvikmyndagagnagrunninum IMDB. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Í einni beiðninni var Google beðið að fjarlægja opinberar vefsíður kvikmynda sem verið hefur framleitt líkt og The Matrix og Batman: The Dark Knight. Leyfilegar efnisveitur líkt og Amazon og Sky Cinema voru einnig tilkynnt fyrir höfundarréttarbrot. Ernesto van der Sar frá síðunni Torrent Freak segir að kvikmyndaverið sé óviljandi að vinna gegn eigin hagsmunum með því að gera neytendum erfitt að finna efni á lögmætum veitum. Fyrirtæki líkt og Vobile vinna yfirleitt fyrir stór kvikmyndaver og tilkynna ólöglegt niðurhal af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Samkvæmt gagnsæisskýrslu Google hefur Vobile lagt fram yfir þrettán milljónir fjarlægingarbeiðnir. Van der Sar segir að slík eftirlitsfyrirtæki noti yfirleitt sjálfvirk kerfi til að leita að síðum sem brjóta á höfundarréttarlögum og að líklega sé um villu í slíku kerfi að ræða. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir skýrslu Warner Brothers hefur Google ákveðið að fjarlægja ekki Amazon, IMDB og Sky Cinema úr leitarvélinni. Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Brothers hefur lagt fram beiðni til Google að vefsíður á þeirra eigin vegum verði fjarlægðar af leitarvélinni. Þeir segja að þær brjóti höfundarréttarlög. Þá hefur Warner Brothers einnig beðið um að vefsíðurnar Amazon og Sky verði fjarlægðar, ásamt kvikmyndagagnagrunninum IMDB. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrirtækið Vobile lagði beiðnina fram fyrir hönd Warner Brothers, en fyrirtækið leggur fram þúsundir slíkra beiðna í hverjum mánuði. Í einni beiðninni var Google beðið að fjarlægja opinberar vefsíður kvikmynda sem verið hefur framleitt líkt og The Matrix og Batman: The Dark Knight. Leyfilegar efnisveitur líkt og Amazon og Sky Cinema voru einnig tilkynnt fyrir höfundarréttarbrot. Ernesto van der Sar frá síðunni Torrent Freak segir að kvikmyndaverið sé óviljandi að vinna gegn eigin hagsmunum með því að gera neytendum erfitt að finna efni á lögmætum veitum. Fyrirtæki líkt og Vobile vinna yfirleitt fyrir stór kvikmyndaver og tilkynna ólöglegt niðurhal af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Samkvæmt gagnsæisskýrslu Google hefur Vobile lagt fram yfir þrettán milljónir fjarlægingarbeiðnir. Van der Sar segir að slík eftirlitsfyrirtæki noti yfirleitt sjálfvirk kerfi til að leita að síðum sem brjóta á höfundarréttarlögum og að líklega sé um villu í slíku kerfi að ræða. Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir skýrslu Warner Brothers hefur Google ákveðið að fjarlægja ekki Amazon, IMDB og Sky Cinema úr leitarvélinni.
Tækni Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira