Ekki rústa öllu á leiðinni út Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. september 2016 07:00 Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun