Tæplega 60 prósenta aukning í sætaframboði í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2016 16:03 Reikna má með aukinni umferð í Leifsstöð í vetur miðað við aukið sætaframboð. vísir/GVA Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira