Innlent

Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Vísir/Ernir
Ólöf Nordal innanríkisráðherra er efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar talin hafa verið 980 atkvæði. Hún er með örugga forystu með 682 atkvæði.

Guðlaugur Þór Þórðarson er í öðru sæti með 720 atkvæði, Brynjar Níelsson í þriðja sæti með 432 atkvæði og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í fjórða sæti með 362 atkvæði. Þá er Sigríður Á. Andersen með 482 atkvæði í fimmta sæti, Birgir Ármannsson í sjötta með 582 atkvæði, Hildur Sverrisdóttir í sjöunda sæti með 491 atkvæði og í áttunda sæti er Albert Guðmundsson með 440 atkvæði.

Ólöf Nordal var að vonum ánægð þegar tilkynnt var um tölurnar í beinni útsendingu á RÚV í kvöld. „Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu fyrir mig. Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig í fyrsta sætið og mér finnst listinn líka líta afar vel út. Þetta er jöfn skipting kynja og ólíkur bakgrunnur þannig að mér líst mjög vel á það,“ sagði hún.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari tölur berast.

Uppfært:

Aðrar tölur:  



Staðan er óbreytt þegar talin hafa verið 1278 atkvæði. Kjörsókn var 3430.



1. Ólöf Nordal

2. Guðlaugur Þór Þórðarson

3. Brynjar Níelsson

4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

5. Sigríður Á. Andersen

6. Birgir Ármansson

7. Hildur Sverrisdóttir

8. Albert Guðmundsson

Þriðju tölur:

Talin hafa verið 1964 atkvæði í Reykjavík. Greidd atkvæði voru 3430.

1. Ólöf Nordal

2. Guðlaugur Þór Þórðarson

3. Brynjar Níelsson

4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

5. Sigríður Á. Andersen

6. Birgir Ármansson

7. Hildur Sverrisdóttir

8. Albert Guðmundsson

Fjórðu tölur:

Talin hafa verið 2497 atkvæði.

1. Ólöf Nordal

2. Guðlaugur Þór Þórðarson

3. Brynjar Níelsson

4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

5. Sigríður Á. Andersen

6. Birgir Ármansson

7. Hildur Sverrisdóttir

8. Albert Guðmundsson

Lokatölur:

Talin voru 3329 atkvæði. 101 auðir og ógildir. 3430 greidd atkvæði.



1. Ólöf Nordal

2. Guðlaugur Þór Þórðarson

3. Brynjar Níelsson

4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

5. Sigríður Á. Andersen

6. Birgir Ármansson

7. Hildur Sverrisdóttir

8. Albert Guðmundsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×