Sport

Júlían varði heimsmeistaratitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Júlían lyfti samtals 1080 kg.
Júlían lyfti samtals 1080 kg. vísir/valli
Júlían J.K. Jóhannsson varð í dag heimsmeistari U-23 ára í kraftlyftingum í Szcyrk í Póllandi

Júlían keppti í +120 kg flokki og varði heimsmeistaratitil sinn.

Íslendingurinn var allan tímann með örugga forystu og lyfti samtals 1080 kg. Júlían vann allar þrjár greinarnar (hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu) og samanlögðu þyngdina.

Þorbergur Guðmundsson fékk brons í +120 kg flokki en hann lyfti samtals 887,5 kg.

Viktor Samúelsson hlaut sömuleiðis brons í -120 kg flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×