Innlent

Njáll Trausti hafði betur gegn Valgerði í Norðaustur

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri munu skipa efstu tvö sæti á lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri munu skipa efstu tvö sæti á lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Vísir/Stefán/GVA
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri munu skipa efstu tvö sæti á lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var Kristján Þór öruggur í fyrsta sæti en sjö atkvæðum munaði á Njáli Trausta og Valgerði Gunnarsdóttur alþingismanni í vali á manni í annað sæti. Valgerður sóttist eftir stuðning í annað sæti, en hún mun skipa þriðja sætið.

Kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi fer nú fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit og er nú verið að velja á lista.

Alls eru tíu manns sem buðu sig fram til að vera á lista Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi.



Njáll Trausti skipar þriðja sæti listans. Valgerður skipar þriðja sæti listans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×