Fyrrverandi unglingastjarna Liverpool keppir á Ólympíumóti fatlaðra Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 12:30 Sean Highdale var á mála hjá Liverpool áður en hann lenti í bílslysi. vísir/getty Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira