Deilan um vegginn heldur áfram - "Mexíkó mun ekki borga“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 12:45 Vísir/EPA/Getty Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Mexíkó mun ekki borga fyrir vegginn. Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafa skipst á þessum setningum ansi oft undanfarna mánuði. Þeir funduðu svo í Mexíkó í gær, en þrátt fyrir það halda þeir áfram að kasta fram sömu setningunum. Skömmu eftir fund þeirra sagði Trump að hann og Nieto hefðu ekkert rætt um hver ætti að borga fyrir kosningaloforð Trump. Það er að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á kosningafundi sínum í gær ítrekaði Trump þó að veggurinn yrði byggður og að Mexíkó myndi borga fyrir hann. „Mexíkó mun borga fyrir vegginn. Hundrað prósent. Þeir vitað það ekki enn, en þeir munu borga.“ Nieto segir þó að í byrjun fundar þeirra hafi hann komið Trump í skilning um að Mexíkó myndi aldrei borga fyrir vegginn margumrædda. Forsetinn gerði Trump grein fyrir því að fjöldi innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna hefði náð hámarki fyrir mörgum árum og kvartaði yfir flæði vopna frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Hann sagði vopnin gera slæmt stríð á milli glæpagengja í Mexíkó mun verra.Al inicio de la conversación con Donald Trump dejé claro que México no pagará por el muro.— Enrique Peña Nieto (@EPN) August 31, 2016 Trump hefur byggt framboð sitt á baráttu gegn ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars sagt að margir þeirra sem komi ólöglega frá Mexíkó séu glæpamenn, fíkniefnasalar og nauðgarar. Áætlað er að um ellefu milljónir manna séu í Bandaríkjunum ólöglega. Þar af eiga margir fjölskyldur sem eru löglega í Bandaríkjunum. Undanfarnar vikur virðist sem að Trump hafi mildast í afstöðu sinni gagnvart ólöglegum innflytjendum, en það virðist allt hafa verið dregið til baka í gær. Hann sagðist ætla að stofna sérstakt löggæsluembætti sem ætti að flytja alla þá innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir glæp (ekki dæmdir) á brott frá Bandaríkjunum. Hann hét því að vísa tveimur milljónum manna úr landi á fyrsta klukkutíma sínum í embætti forseta. Á vef Independent er farið yfir sannleiksgildi ýmissa staðhæfinga Trump á fundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira