Tim Cook segir niðurstöðuna anga af pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 11:17 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple. Vísir/EPA Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira