Velferðinni ógnað Ólína Þorvarðardóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu skrifuðu 90 þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Var þess krafist að árlega yrði varið sem nemur 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Augljóst má vera af þeirri 5 ára fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi að núverandi stjórnvöld ætla að daufheyrast við ákalli landsmanna. Á næsta ári vantar samkvæmt þessari áætlun 3 milljarða til þess að halda rekstri Landspítala og sjúkrahússins á Akureyri í horfinu. Er þá ekki tekið með í reikninginn það sem þarf til að bæta reksturinn. Ríkisfjármálaáætlun er stefnumarkandi plagg – nokkurs konar rammi utan um fjárlög ríkisins og hagstjórnina á næstu fimm árum. Er skemmst frá því að segja að þegar kemur að velferðarmálum stangast fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum helstu atriðum á við sýn okkar jafnaðarmanna á hlutverk ríkisins gagnvart almenningi. Ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætluninni að lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja hækki á næstu fimm árum. Samfylkingin hefur lagt til að lágmarksgreiðslan verði hækkuð í 300 þúsund. Færri fá barnabætur en nokkru sinni fyrr samkvæmt fjármálaáætluninni og eru það aðeins þeir allra tekjulægstu. Við jafnaðarmenn lítum ekki á barnabætur sem fátækrastyrk, heldur sjálfsagðan stuðning við allar fjölskyldur eins og tíðkast á Norðurlöndum. Þar eru barnabætur ótekjutengdar enda hugsaðar til að jafna stöðu barnafjölskyldna gagnvart barnlausu fólki. Engar áætlanir er að sjá í ríkisfjármálaáætlun um lengingu fæðingarorlofsins þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda þar um. Samfylkingin hefur lagt til fæðingarorlof í 12 mánuði og að hámarksgreiðslur séu hækkaðar. Svo virðist sem ríkisstjórnin leggi allt kapp á að lækka skuldir þeirra sem mest hafa milli handanna og því mun þeim fækka enn frekar sem fá vaxtabætur næstu 5 árin. Jafnaðarmenn leggja áherslu á að allir eigi þess kost að eignast heimili eða leigja heimili á viðunandi kjörum. Nái áætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga mun það bitna mjög á velferð í landinu. Gælur við einkavæðingaráform í heilbrigðiskerfinu hringja öllum viðvörunarbjöllum og stangast á við áherslur jafnaðarmanna og ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins, að ekki sé minnst á markmið jafnaðarmanna um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Í velferðarsamfélagi á sjúkt fólk að fá bestu mögulegu læknaþjónustu og umönnun sem völ er á. Áform um einkarekstur eru ekki svar við því kalli, heldur flótti frá verkefninu. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun