Af búvörulögum og dýraníði Hallgerður Hauksdóttir skrifar 16. september 2016 16:29 Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ýmis togstreita hefur verið um ný búvörulög. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að aukinni velferð dýra og fylgdi allt síðasta ár eftir kröfu um að bændur sem njóta styrkja til skepnuhalds yrði hægt að svipta styrkjunum ef þeir níddust á dýrunum. DÍS tók að öðru leyti ekki afstöðu til búvörusamninganna, enda ekki hlutverk félagsins að starfa að öðru en velferð dýra. Hér má sjá umsögn DÍS vegna búvörulaga, sem send var til Alþingis. Með þeirri sterku orðanotkun sem orðið dýraníð fellur undir, vildi DÍS taka af tvímæli um að krafan snýr að hrottaskap gagnvart dýrum en ekki að til dæmis úrbótum á innréttingum eða því að hleypa búfé á beit. Að hugsa illa um dýr flokkast sem vanræksla og hún getur verið misslæm. Dýraníð er hinsvegar alltaf alvarleg misbeiting á því valdi sem maðurinn hefur yfir skepnum og á alltaf að taka slíkt föstum tökum. Íslensk lög leyfa ekki dýraníð af neinu tagi, utan skipulagða drekkingu minka. Dæmi um alvarleg dýraníð sem menn hafa framið nýverið voru kanína sem bundin var föst og kveikt í henni og kú sem var bundin aftan í jeppa og dregin til dauða. Við skulum ekki leggja þetta að jöfnu við skort á atlæti. Krafa DÍS var samþykkt að hluta, er bætt var inn í búvörulögin ákvæði um að Matvælastofnun fengi heimild til að svipta menn styrkjum, við vörslusviptingu sem færi fram samkvæmt lögum um dýravelferð. Með þessu teljum við stigið mikilvægt skref, enda er um ákveðna viðurkenningu að ræða á þeirri staðreynd að fyrir hendi getur verið hætta á að farið sé illa með búfé og að íslenskt samfélag líði slíkt ekki. Bæði Bændasamtökin og Neytendasamtökin hafa lýst stuðningi við þessa breytingu á búvörulögum. Það er ánægjulegt og í raun merki um heilbrigt samfélag, að allir sameinist um það sjálfsagða sjónarmið að aldrei eigi að beita dýr harðræði. Formaður Samtaka ungra bænda skrifaði athyglisverða grein í Vísi þann 25. águst sl. þar sem hann leggur að jöfnu félagslega aðstoð við fjölskyldur og þá hugmynd að bændum sé veitt félagsleg aðstoð ef þeim verði það á að beita dýr hrottaskap. Það er út af fyrir sig rétt að aðstoða þurfi slíka menn með félagslegum hætti en það væri sérkennilegt að leyfa þeim að vera samtímis áfram í þeim aðstæðum þar sem þeir beita hina varnarlausu hrottaskap og njóta jafnframt opinberra styrkja til dýrahaldsins. Félagsleg aðstoð snýst um framfærslu, fjölskyldumál og barnavernd, aldrei um að halda fólki við einhver tiltekin störf. Það var klaufalegt af formanni Samtaka ungra bænda að tengja þarna saman framleiðslustyrki úr atvinnulífinu og félagslega aðstoð úr félagslega kerfinu og við verðum að biðja hann að hugsa það mál betur. En nú þegar þessu hefur verið breytt vonum við að einnig ungir bændur taki undir sjónarmið okkar. Það eru sem betur fer mjög fá dæmi um alvarlegan níðingshátt bænda í garð skepna. En við þau mál þar sem það á við verður fortakslaust að svipta menn öllum heimildum, styrkjum og leyfum til skepnuhalds. Það sendir sterk skilaboð inn í bæði bændasamfélagið og til neytenda að allir sameinist um þetta, enda snertir það sjálfsvirðingu allra ábyrgra bænda, tiltrú almennings á dýrahaldi og loks okkur öll sem samfélag, að við virðum dýravelferð með fleiru en orðunum einum. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun