Innlent

Pendúllinn: Konunum kastað, Bjartri bjargað og Leyniformaðurinn Lilja

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Liðin vika var löng í íslenskum stjórnmálum og áttu þáttastjórnendur Pendúlsins, þau Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, í stökustu vandræðum með að gera hana upp.

Af nógu var að taka. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins og skugginn sem þau vörpuðu á aumingja Samfylkinguna settu svip sinn á upphaf vikunnar. Ekki leið þó á löngu áður en athygli þjóðarinnar var beint að fárviðrinu innan Framsóknarflokksins og afdrifaríkri en stórskemmtilegri glærusýningu.

Búvörusamningabomban sló svo botn í vikuna og allt virðist stefna í að Björt framtíð muni springa út eftir að hafa verið úrskurðuð látin fyrir löngu.

En svo er það auðvitað stóra spurningin; er Páll Magnússon Donald Trump Sjálfstæðisflokksins?

Þáttinn má heyra í spilaranum hér að ofan.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×