Jafnt vægi atkvæða til Alþingiskosninga Lúðvíg Lárusson skrifar 15. september 2016 10:51 Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Við félagar í nýja frjálslynda stjórnmálaaflinu Viðreisn viljum færa ferskan blæ inn í ákvarðanaferli á Alþingi, þar sem viss stöðnun ríkir. Afdráttarlausar tilraunir hafa verið gerðar til að viðhalda gamaldags hagsmunagæslu í anda þess að breyta ekki neinu sem hróflar við kerfinu. Hvers vegna ættu ráðamenn að breyta kosningakerfi sem búið er að lappa upp á aftur og aftur til að tryggja sama valdajafnvægi? Að jafna vægi atkvæða ætti í fljótu bragði að endurspegla beinna lýðræði, því þingmenn eru fyrir kjósendur, en ekki öfugt. Þá komum við að spurningunni um búsetuna. Vinna þarf að því að þéttbýli og dreifbýli séu í sama liði, því hagsmunirnir fara nefnilega saman þegar atvinnumöguleikar eru svipaðir, sbr. ferðamannaiðnaður. Stjórnlagaráð fékk á sínum tíma Birgi Guðmundsson dósent og Grétar Þór Eyþórsson prófessor, báða við Háskólann á Akureyri, til að gera fræðilega úttekt á áhrifum þess að jafna vægi atkvæða og er hún vel þess virði að lesa. Ein af röksemdunum fyrir hinu pólitíska réttlæti að vægi atkvæða sé jafnt er tekin frá Noregi, en árið 1917 völdu Norðmenn að auka vægi hinna dreifðari byggða, þar sem kjósendur höfðu minni tök á því að hafa áhrif á norska þingið sem situr í Osló. Þetta er varla forsenda í dag með breyttri tækni, útbreiðslu samfélagsmiðla, áhrifum hagsmunasamtaka og almennu aðgengi að upplýsingum án tillits til búsetu. Svona breytist samfélagsgerðin í tímanna rás, en enn er verið að reyna að finna réttu formúluna með kjördæmamöndli til að finna ‚‚réttara'' fyrirkomulag í samfélagi, sem tekur stöðugum breytingum hvað varðar búsetu og atvinnuhætti. Væri landið eitt kjördæmi þyrftu þingmenn að horfast í augu við að verða fulltrúar alls landsins óháð kjördæmum og gætu því hafið sig yfir flokkadrætti og kjördæmapot og hugsað um hag heildarinnar. Líklegast yrði þetta æskileg þróun, sem leiddi til að ábyrgðartilfinning gagnvart kjósendum ykist. Full ástæða er til að skapa aukið réttlæti og jafnvægi fyrir alla, þar sem almannaheill er í fyrirrúmi. Það er stefna Viðreisnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar