Nál, vinir og heimagert húðflúr Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. september 2016 10:00 Gréta Þorkelsdóttir hefur verið dugleg við að pota á sig tattúum. Vísir/GVA Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City Húðflúr Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Stick and poke er tegund húðflúrs sem hefur orðið nokkuð áberandi upp á síðkastið en aðferðin er þó ævagömul og einföld. Með stick and poke má með nokkuð auðveldum máta koma hugmynd að einföldu húðflúri á húðina strax og án nokkurra málalenginga. „Ég hafði alltaf teiknað tattúin mín og svo fengið aðra til að útfæra þau á mig, en svo fattaði ég að stick and poke leit ekkert út fyrir að vera erfitt, ég gæti pottþétt alveg gert það sjálf. Af nálinni stafaði ekki sama hætta og alvara og af vélinni. Vinkona mín átti græjurnar og hún kenndi mér. Svo gerði ég það bara. Einfaldari leið,“ segir Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður.Hamborgari og tönn, af hverju ekki? Fréttablaðið/GVA„Hugmynd getur strax orðið að veruleika. Ég byrjaði á nokkrum táknum á puttunum og stól á ökklanum. Svo hamborgara. Svo tönn. Ég vaknaði um daginn og hugsaði: „Mig langar í prentara á fótinn,“ þannig að ég teiknaði prentara og setti hann bara á fótinn. Svo hugsaði ég: „mig langar í pappír sem er á leiðinni í prentarann!“ og bætti því við. Af hverju ekki?“ svarar Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður sem hefur verið að prófa sig áfram með stick and poke, þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi leiðst út í þessa tegund húðflúrs. Eru margir að gera þetta á Íslandi? „Ég veit um nokkra en ekki hver útbreiðslan er í öðrum hópum.“Gréta byrjaði á nokkrum táknum á fingurna. Fréttablaðið/GVAEr fagurfræðileg ástæða fyrir því að fólk fær sér þessa týpu af tattúi frekar en á stofu/gert með vél?„Ég held að það sé gert af mörgum mismunandi ástæðum og að fagurfræðin spili inn í það. En þessi aðferð er klárlega hrárri. Þetta getur líka verið miklu óformlegra og persónulegra, að teikna upp vinatattú og gera það á hvort annað. Það er ekki hljóð úr neinni vél eða neitt óþægilegt í umhverfinu. Bara nál, vinir og kannski skemmtileg bíómynd sem er horft á á meðan.“ Er ekki drullustressandi að teikna á skinnið á einhverjum? „Það var alveg smá stressandi fyrst, en ekki lengur. Svo er líka málið að gera bara það sem maður treystir sér til – þetta þarf ekki að vera fullkomið.“Gréta er með prentara á fætinum, en hún vaknaði einn morguninn með þá hugmynd og réðst strax í að flúra prentarann á sig. Fréttablaðið/GVASpurð hvort heilbrigðiseftirlitið hafi eitthvað skipt sér af hló Gréta bara, hvernig sem svo má skilja það.Shitty city er nafnlaus nálari sem gaf Fréttablaðinu leyfi til að nota myndir af verkum sínum. Mynd/Shitty CityMynd/Shitty CityMynd/Shitty City
Húðflúr Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira