Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 13:29 Stefanía Óskarsdóttir og Eva Heiða Önnudóttir Vísir Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“ Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær eru sammála um að umræðan sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins um helgina sé ekki ný á nálinni og að vandamálið sé rótgróið í menningunni. „Þetta er ótrúlega leiðinlegt að þurfa alltaf eftir öll prófkjör að taka þátt í þessari umræðu um slæmt gengi kvenna í prprófkjörumofkjörum, sérstaklega hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Stefanía Óskarsdóttir. „Þetta hefur verið viðloðandi úrslit næstum allra prófkjöra sem hafa farið fram á síðustu áratugum og mér til dæmis kemur í hug prófkjörið fyrir Alþingiskosningarnar 2003. Þá var það þannig að fjórar þingkonur Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fengu mjög slæma kosningu, svo slæma að það var einungis ein þingkona í öruggu sæti, sem var ráðherra á þeim tíma, eftir prófkjörið. En í staðinn fengu þrír ungir karlmenn mjög fína kosningu. Þá var uppi krafa um endurnýjun og svo framvegis sem þeir flugu inn á.“ Stefanía segir ástæður þess að konum hafi gengið illa í prófkjörum helgarinnar margslungnar. „Þetta er í menningunni okkar, að treysta betur karlmönnum til forystu. Fólk til að mynda dregur ósjálfrátt þá ályktun að hávaxnir séu betur til forystu fallnir en lágvaxnir. Dimmraddaðir betur til forystu fallnir heldur en þeir sem eru hærra uppi. Margt svona,“Hlutfallslega fleiri konur að tapa en karlar Stefanía segir þó jafnframt að ólíklegt sé að kjósendur hafi meðvitað verið að hafna konum. „Ég held að það sé enginn á meðvitaðan hátt að hafna konum sem slíkum. Í prófkjörum er fólki boðið að velja á milli einstaklinga. Það er undirliggjandi á ómeðvitaðan hátt sem við gerum upp á milli einstaklinga. þetta er rótgróið í okkar menningu.“ Eva Heiða tekur undir með Stefaníu um að umræðan sé ekki ný af nálinni. „Það sem skýtur skökku við í prófkjöri helgarinnar að mínu mati, er að það eru hlutfallslega fleiri sitjandi þingkonur sem eru að tapa heldur en sitjandi þingkarlar,“ segir Eva Heiða. „Þetta virðist vera kerfisbundið fleiri konur sem eru að tapa. Auðvitað er það þannig að það er eðlilegt að sumir tapi í prófkjöri á meðan aðrir vinna. Það skýtur skökku við ef það eru kerfisbundið fleiri konur sem eiga erfiðara með að fá framgang eða halda sínu sæti.“Prófkjörin umdeild frá byrjunEva Heiða bendir jafnframt á að prófkjör séu aðeins ein leið af mörgum sem hægt er að fara þegar raðað er upp á lista, og að þau hafi verið í stöðugri endurskoðun síðan þau voru tekin upp í kringum 1970. „Kostirnir við prófkjörin eru að þar er opið og gagnsætt framboð, allir geta boðið sig fram. En gallarnir eru hins vegar á móti eða einn af þeim, að þeir sem eru þekktir fyrir hafa ákveðið forskot og þeir sem eiga meiri pening til að setja í prófkjörsbaráttuna hafa meira forskot og svo framvegis. En hver og ein leið hefur sina kosti og galla.“
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira