Innlent

Útsvarskempa leiðir lista Alþýðufylkingarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorsteinn Bergsson.
Þorsteinn Bergsson.
Þor­steinn Bergs­son leiðir lista Alþýðufylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi í alþing­is­kosn­ing­un­um  í haust. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fylkingunni.

Þor­steinn er fædd­ur 1964 og er bóndi á Una­ósi í Hjalt­astaðaþing­há á Fljóts­dals­héraði og sjálf­stætt starf­andi þýðandi. Kona hans er Soffía Ingvars­dótt­ir fram­halds­skóla­kenn­ari.

Hann hefur verið reglulegur gestur á sjónvarpsskjám landsmanna undanfarin ár enda í liði Fljótsdalshéraðs í Útsvari. Lið hans hafði sigur í keppninni síðastliðið vor.

Í tilkynningunni segir að Þor­steinn hafi um ára­bil verið mál­svari ein­dreg­inn­ar vinstri­stefnu, um­hverf­is­stefnu í anda sjálf­bærr­ar þró­un­ar og þess að stjórn­völd búi þegn­um þjóðfé­lags­ins, hver sem efna­hag­ur þeirra eða bú­seta er, frá sinni hendi sem jafn­asta aðstöðu.

Fram­boðslisti Alþýðufylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi verður kynnt­ur í heild sinni seinna í vik­unni, að því er kemur fram í tilkynningu frá fylkingunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×