Fótbolti

Nice tapaði en Balotelli getur ekki hætt að skora

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli skoraði fyrir franska liðið Nice í kvöld þegar liðið sótti Krasnodar heim til Rússlands í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Það dugði þó ekki til því Nice tapaði, 5-2.

Krasnodar komst í 2-0 á 33. mínútu áður en ítalski vandræðagemsinn Mario Balotelli minnkaði muninn í 2-1 á markamínútunni. Staðan 2-1 í hálfleik.

Rússarnir skoruðu þrjú mörk á móti einu í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur, 5-2, en liðið er á toppnum í I-riðlinum með sex stig eða fullt hús líkt og Schalke sem tók Salzburg, 3-1.

Balotelli fer virkileg vel af stað með Nice en hann skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum fyrir liðið í frönsku 1. deildinni þegar liðið lagði Marseille, 3-2.

Ítalinn var hvíldur í 1-1 jafntefli gegn Montpellier í annarri umferð frönsku deildarinnar en skoraði svo aftur tvö mörk í 4-0 sigri á Monaco áður en hann meiddist.

Balotelli er í heildina búinn að spila fjóra leiki fyrir Nice og skora í þeim fimm mörk. Honum hefur aðeins einu sinni mistekist að skora en það var í 1-0 tapi gegn Schalke í Evrópudeildinni í fyrstu umferð riðlakeppninni.

Hér er fylgst með öllum leikjunum í Evrópudeildinni á einum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×