Fótbolti

Ævintýri FH-banana heldur áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dundalk frá Írlandi, sem lagði FH í forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann ísraelska stórliðið Maccabi Tel Aviv, 1-0, í D-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld.

Ciarán Kilduff skoraði eina mark leiksins fyrir FH-banana á 72. mínútu en írska liðið var skipulagt og gaf fá færi á sér á heimavelli í kvöld.

Ekkert lát er á ævintýri Íranna sem gerðu jafntefli við AZ Alkmaar á útivelli í fyrstu umferð riðlakeppninnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í Evrópudeildinni.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Maccabi og spilaði allan leikinn en honum tókst ekki að skora. Viðar og félagar eru í neðsta sæti riðilsins án stiga eftir tvö töp.

Dundalk er í öðru sæti með fjögur stig en á toppnum er Zenit sem lagði AZ, 5-0, í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×