Tökum endilega umræðuna Ásmundur Jasmina Crnac skrifar 29. september 2016 20:00 Ég er búin að fá mig fullsadda af hugtakinu „tökum umræðu“ þar sem fólk leyfir sér að slíta hlutina úr samhengi í þekkingarleysi, eða gegn betri vitund er heimskulegt. Það að halda því fram að umræða geti snúist um að ráðast á einn samfélagshóp er ekkert annað en populismi af verstu gerð. Það er ekki í boði í vel upplýstu samfélagi að bera saman hælisleitanda og eldri borgara eða öryrkja. Það skýrir ekkert og bætir ekki umræðuna, frekar en samanburður á eplum og appelsínum. Sumir í okkar samfélagi hafa ítrekað sýnt andúð sína á múslimum, innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki, með þeim meintu rökum að við verðum að taka umræðuna og passa upp á kristileg gildi. Að ekki sé talað um þau furðulegu rök að það sé ekki hægt að hjálpa öðrum fyrr en við verðum búin að bæta kjör eldri borgara, öryrkja og þeirra 6000 barna sem búa við fátækt. Skoðum fyrst aðeins þessi kristilegu gildi. Síðast þegar ég vissi var kærleikur ein af helstu grunnstoðum Biblíunnar, og í flestum trúabrögðum ef því er að skipta. Það samrýmist ekki kristnum gildum um kærleika að fjalla um múslima með þeim hætti að það beri að setja alla sem koma til landsins, þeirrar trúar, í sérstaka skoðun. Það stenst raunar ekki mannréttindasáttmála heldur. Það samrýmist ekki sömu gildum að halda því fram að flóttamenn og hælisleitendur sem eru múslimatrúar, beri að senda aftur til stríðshrjáðra landa á þeirri forsendu einni að þeir séu múslimatrúar. Svo er “umræðan tekin” um það líka að hælisleitendur hafi hærri tekjur en eldri borgarar. Sem er beinlínis rangt þar sem útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda renna til sveitarfélaga en ekki þeirra sjálfra. Sveitarfélög útvega þeim svo húsnæði og inneignarkort fyrir mat. Væri ekki nær að reyna að stytta biðtímann með því að afgreiða beiðnir þeirra um hæli aðeins hraðar? Eða leyfa hælisleitendum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða slíkrar úrlausnar? Íslendingar hagnast á því að hingað komi flóttamenn frá öðrum löndum. Þjóðin eldist hratt án þess að nýliðun sé jafn hröð enda hefur dregið úr barneignum. Það er því útlit fyrir að innan skamms tíma muni vanta yngra fólk til a sinna alls kyns störfum. Hvernig ætlum við að manna nauðsynlegar stöður í velferðarsamfélaginu Íslandi í náinni framtíð? Hér þarf að horfa til framtíðar og það þarf að marka stefnu í þessum málaflokki. Í Kanada hefur vel verið tekið á móti flóttafólki og þar eru mörg fjölmenningarsamfélög sem eru hrein fyrirmyndarsamfélög. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims. Glæpatíðni þar er áttunda minnst í heiminum og minnst í N-Ameríku. Með því að gera fólki kleift að verða strax hluti af samfélaginu, sem það vill, t.d. með þátttöku á vinnumarkaði, er mikill vandi leystur. Hvað varðar umræðuna um bætt kjör ellilífeyrisþega og öryrkja þá get ég fullyrt að þeir hópar fá ekki sjálfkrafa hærri tekjur þó við hættum að taka á móti flóttafólki eða hælisleitendum. Við erum rík þjóð og getum vel dreift gæðum með jafnari hætti á milli hópa í samfélaginu ef vilji stendur til þess. Munið þið kannski eins og ég eftir þingmanni sem hefur ítrekað viðhaft þennan furðulega samanburð á milli hælisleitenda og öryrkja? Þeim sama og hafði tækifæri til að samþykkja afturvirka leiðréttingu á laun öryrkja eins og sumir aðir hópar fengu, þ.á.m. hann sjálfur, en nýtti það ekki og sat hjá við atkvæðagreiðsluna eins og hugleysingi. Þingmanninum sem talar nú hæst um að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara og öryrkja? Sjá fleiri en ég hræsnina sem felst í hinum meinta kærleika sem birtist í þessum málflutningi hans? Hræsnina sem felst í samanburðinum á fólki sem hann hefur svikið um leiðréttingu sem hann þáði sjálfur og fólki sem flýr óttaslegið í örvinglan frá stríðshrjáðum löndum til að geta boðið börnum sínum annað og meira en hungur, örbirgð og í mörgum tilvikum dauðann? Jasmina Crnac er stjórnmálafræðinemi sem skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Kosningar 2016 Skoðun Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég er búin að fá mig fullsadda af hugtakinu „tökum umræðu“ þar sem fólk leyfir sér að slíta hlutina úr samhengi í þekkingarleysi, eða gegn betri vitund er heimskulegt. Það að halda því fram að umræða geti snúist um að ráðast á einn samfélagshóp er ekkert annað en populismi af verstu gerð. Það er ekki í boði í vel upplýstu samfélagi að bera saman hælisleitanda og eldri borgara eða öryrkja. Það skýrir ekkert og bætir ekki umræðuna, frekar en samanburður á eplum og appelsínum. Sumir í okkar samfélagi hafa ítrekað sýnt andúð sína á múslimum, innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki, með þeim meintu rökum að við verðum að taka umræðuna og passa upp á kristileg gildi. Að ekki sé talað um þau furðulegu rök að það sé ekki hægt að hjálpa öðrum fyrr en við verðum búin að bæta kjör eldri borgara, öryrkja og þeirra 6000 barna sem búa við fátækt. Skoðum fyrst aðeins þessi kristilegu gildi. Síðast þegar ég vissi var kærleikur ein af helstu grunnstoðum Biblíunnar, og í flestum trúabrögðum ef því er að skipta. Það samrýmist ekki kristnum gildum um kærleika að fjalla um múslima með þeim hætti að það beri að setja alla sem koma til landsins, þeirrar trúar, í sérstaka skoðun. Það stenst raunar ekki mannréttindasáttmála heldur. Það samrýmist ekki sömu gildum að halda því fram að flóttamenn og hælisleitendur sem eru múslimatrúar, beri að senda aftur til stríðshrjáðra landa á þeirri forsendu einni að þeir séu múslimatrúar. Svo er “umræðan tekin” um það líka að hælisleitendur hafi hærri tekjur en eldri borgarar. Sem er beinlínis rangt þar sem útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda renna til sveitarfélaga en ekki þeirra sjálfra. Sveitarfélög útvega þeim svo húsnæði og inneignarkort fyrir mat. Væri ekki nær að reyna að stytta biðtímann með því að afgreiða beiðnir þeirra um hæli aðeins hraðar? Eða leyfa hælisleitendum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða slíkrar úrlausnar? Íslendingar hagnast á því að hingað komi flóttamenn frá öðrum löndum. Þjóðin eldist hratt án þess að nýliðun sé jafn hröð enda hefur dregið úr barneignum. Það er því útlit fyrir að innan skamms tíma muni vanta yngra fólk til a sinna alls kyns störfum. Hvernig ætlum við að manna nauðsynlegar stöður í velferðarsamfélaginu Íslandi í náinni framtíð? Hér þarf að horfa til framtíðar og það þarf að marka stefnu í þessum málaflokki. Í Kanada hefur vel verið tekið á móti flóttafólki og þar eru mörg fjölmenningarsamfélög sem eru hrein fyrirmyndarsamfélög. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims. Glæpatíðni þar er áttunda minnst í heiminum og minnst í N-Ameríku. Með því að gera fólki kleift að verða strax hluti af samfélaginu, sem það vill, t.d. með þátttöku á vinnumarkaði, er mikill vandi leystur. Hvað varðar umræðuna um bætt kjör ellilífeyrisþega og öryrkja þá get ég fullyrt að þeir hópar fá ekki sjálfkrafa hærri tekjur þó við hættum að taka á móti flóttafólki eða hælisleitendum. Við erum rík þjóð og getum vel dreift gæðum með jafnari hætti á milli hópa í samfélaginu ef vilji stendur til þess. Munið þið kannski eins og ég eftir þingmanni sem hefur ítrekað viðhaft þennan furðulega samanburð á milli hælisleitenda og öryrkja? Þeim sama og hafði tækifæri til að samþykkja afturvirka leiðréttingu á laun öryrkja eins og sumir aðir hópar fengu, þ.á.m. hann sjálfur, en nýtti það ekki og sat hjá við atkvæðagreiðsluna eins og hugleysingi. Þingmanninum sem talar nú hæst um að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara og öryrkja? Sjá fleiri en ég hræsnina sem felst í hinum meinta kærleika sem birtist í þessum málflutningi hans? Hræsnina sem felst í samanburðinum á fólki sem hann hefur svikið um leiðréttingu sem hann þáði sjálfur og fólki sem flýr óttaslegið í örvinglan frá stríðshrjáðum löndum til að geta boðið börnum sínum annað og meira en hungur, örbirgð og í mörgum tilvikum dauðann? Jasmina Crnac er stjórnmálafræðinemi sem skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun