Svar við spurningu Kára Stefánssonar Einar Brynjólfsson skrifar 28. september 2016 20:36 Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðaustur Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Sæll Kári, og takk fyrir síðast. Í sjónvarpsþættinum Leiðtogaumræður, sem fram fór fimmtudagskvöldið 22. september sl., spurðir þú fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í næstu Alþingiskosningum eftirfarandi spurninga: 1. Hvernig hyggist þið setja saman stefnu og hrinda henni í framkvæmd um heilbrigðismál á Íslandi? 2. Hvernig ætlið þið að hunzkast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill? 3. Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið, að kosningum loknum? Ég var fulltrúi Pírata í þessum þætti og skemmti mér vel, þó að ég hafi reyndar verið ansi stressaður í þessari frumraun minni í sjónvarpi. Þó svo að ég hafi þónokkra reynslu af því að koma fram fór nú svo að mér fipaðist örlítið og ég gleymdi hreinlega að svara þriðju spurningunni. Ég vil biðjast afsökunar á því. Stjórnmálamenn, jafnt nýliðar sem aðrir, eiga að svara öllum spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Reyndar virðist sem allir hinir þátttakendurnir hafi gleymt því líka, eða ekki viljað svara henni. Það skiptir þó ekki öllu máli en ég vil hér og nú svara umræddri spurningu. Fólkið í landinu á að trúa okkur af því að við erum grasrótarflokkur. Valdið kemur neðan frá, frá hinum almenna félaga. Píratar eru langt í frá einsleitur hópur með svipaða hagsmuni. Þar að finna verkafólk, menntað fólk, láglaunafólk, hálaunafólk, heilsuhraust fólk og heilsulaust fólk. Fólk á Brávallagötunni og á Breiðdalsvík. Fólk í listgreinum og lækningum. Öll flóra mannlífsins á fulltrúa meðal Pírata. Píratar þiggja ekki styrki frá hagsmunaaðilum. Þeir eru engum háðir og engum skuldbundnir. Þeir geta lagt til atlögu við varðhunda kerfisins þar sem þeir hafa engu að tapa. Það slær enginn á hendur Pírata. Píratar trúa því að það sé ódýrast að reka heilbrigðiskerfi með því að verja miklum fjármunum í það. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi kemur í veg fyrir fráflæðisvandamál og langa biðlista. Það kemur í veg fyrir að fólk þurfi að sitja heima, óvinnufært eða á rangri deild, með tilheyrandi kostnaði meðan það bíður eftir því að röðin sé komin að því. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi sinnir forvörnum og tekur á heilsufarsvanda strax í upphafi. Skilvirkt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi linar þjáningar fólks og eykur lífsgæði. Píratar eru í stjórnmálum til að breyta því sem virkar ekki. Kveðja að norðan, Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun