Hæstvirtur lesandi/hæstvirtir almannahagsmunir Eva Einarsdóttir skrifar 28. september 2016 17:00 Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun