Stokkum upp bankakerfið Össur Skarphéðinsson skrifar 29. september 2016 07:00 Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ein helsta orsök bankahrunsins var að bankarnir voru í senn viðskiptabankar sem geymdu sparifé landsmanna en um leið áhættusæknir fjárfestingabankar. Þeir notuðu sparifé landsmanna til að gíra sig upp, tóku vildarvini bankans með sér í víking, lánuðu þeim fé sparifjáreigenda í áhættusöm viðskipti sem gerði þá ofurríka – uns allt brann upp. Um leið settu þeir Ísland á hausinn.Ekki nýtt bankahrun Hafa menn ekkert lært? Viðtöl við Bjarna Benediktsson eftir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins benda til að helsta áhersla flokksins á næsta kjörtímabili verði að endurtaka einkavæðingu bankanna – án þess að stokka bankakerfið upp. Sama vitleysan er að byrja aftur. Til marks um það eru bónusar bankanna, tilraunir Bjarna sjálfs á þessu kjörtímabili til að fá Alþingi til að samþykkja heimildir til miklu hærri bónusa, sjúskið kringum sölu Arion á hlutum í Símanum, að ógleymdri hinni óuppgerðu og óskýrðu sölu Landsbankans á Borgun. Bankastjórinn sem ber ábyrgð á því situr enn – í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Nú virðist Bjarni Ben staðráðinn í að skapa aftur sama umhverfið og olli kollsteypunni þegar brýnast er að stokka upp bankakerfið á grundvelli lexíunnar úr bankahruninu.Skiptum bönkunum upp Á meðan ríkið á bankana væri heillavænlegast að nota tækifærið og skipta þeim upp í hefðbundna viðskiptabanka, en selja frá þeim fjárfestingahlutann. Eigendur nýrra fjárfestingabanka gambla þá með eigið fé og taka einir skellinn ef illa fer. Ekki skattgreiðendur eða sparifjáreigendur. Enginn Seðlabanki til þrautavara. Í kjölfar þess að bönkunum verður skipt upp og Landsbankinn þannig gerður að hreinum viðskiptabanka á Alþingi að marka skýra stefnu um að almenningur í gegnum hið opinbera eigi að lágmarki ráðandi hlut í bankanum. Íbúðalánasjóður á nýju formi gæti runnið saman við og orðið burðarás í hinum nýja Landsbanka, og haft það hlutverk að greiða fyrir kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð með nýjum leiðum nýrrar ríkisstjórnar. Landsmenn ættu þá kost á að varðveita sparifé sitt og eiga almenn viðskipti við traustan banka þar sem engin hætta væri á að gríðarleg veðmál í áhættusömum fjárfestingum settu innistæður, húsnæðislán og sjálfan ríkissjóð í hættu.Landsbankinn – kjölfestubanki Í litlu samfélagi eins og okkar þarf að vera kjölfestubanki sem er nógu burðugur til að veita harða samkeppni um lægstu vexti. Landsbankinn á nýju formi hreins viðskiptabanka og án áhættusækinnar fjárfestingastefnu er kjörin kjölfesta. – Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurinn ættu frekar að taka undir þessar hugmyndir um uppstokkun bankakerfisins en að endurspila einkavæðingu bankanna með gamla laginu. Það ferðalag gæti endað með ósköpum einsog bankahrunið kenndi okkur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun