Ekki Pútin að þakka að komist var hjá hruni hagkerfis Rússa Lars Christensen skrifar 28. september 2016 09:00 Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar