Ekki Pútin að þakka að komist var hjá hruni hagkerfis Rússa Lars Christensen skrifar 28. september 2016 09:00 Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar