Fótbolti

Ekki kvöld Íslendinganna á Norðurlöndunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron í leik með Fjölni síðasta sumar.
Aron í leik með Fjölni síðasta sumar. vísir/vilhelm
Bröndby vann öruggan sigur, 3-0, á OB og hélt liðið í 2. sætið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliðinu hjá Bröndby en hann var tekinn af velli í hálfleik.

Midtjylland vann góðan sigur á Horsens 5-2 en Kjartan Henry Finnbogason kom inn af varamannabekknum á 71. mínútu í liði Horsens.

Nordsjælland vann síðan Esbjerg, 3-0, í sannfærandi sigri á heimavelli. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í liði Esbjerg. Hallgrímur Jónasson og félagar í Lingby unnu góðan sigur á Viborg, 1-0. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og ekki fengið á sig eitt einasta mark. Hallgrímur lék allan leikinn fyrir Lyngby. FCK er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig.

Fimm leikir fóru síðan fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Lillestrøm tapaði fyrir Sogndal, 2-1, á heimavelli. Gary Martin var í byrjunarliði Lillestrøm en var tekinn af velli á 71. mínútu.

Strømsgodset og Odd gerðu 1-1 jafntefli og Start vann loks leik þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Haugesund, 1-0. Guðmundur Kristjánsson lék allan síðari hálfleikinn fyrir Start.

Brann vann Tromsø, 1-0, en Aron Sigurðarson kom inn af varamannabekknum í síðari hálfleiknum í liði Tromsø. Rosenborg varð norskur meistari í gær en Start er ennþá í langneðsta sæti deildarinnar með 12 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×