Sparkassen-samfélagsbanki Helga Þórðardóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Samfélagsbanki er góð hugmynd fyrir almenning. Í Þýskalandi er samfélagsbanki sem heitir Sparkasse. Um 50 milljónir Þjóðverja eru viðskiptavinir hans af samtals 80 milljónum Þjóðverja. Sparkassen hefur verið starfræktur í 200 ár og nýtur mjög mikils trausts í neytendakönnunum en um 80 prósent Þjóðverja treysta Sparkassen. Til samanburðar þá njóta íslenskir bankar aðeins um sjö prósenta trausts hjá viðskiptavinum. Samfélagsbankar í Þýskalandi eru með um 40 prósent af markaðnum þegar tekið er mið af fjármagnseignum. Sparkassen er eingöngu viðskiptabanki en ekki fjárfestingabanki. Það þýðir að hann tekur ekki þátt í spákaupmennskunni. Fjárfestingabankar taka oft mikla áhættu sem líkist oft spilavítishegðun. Bankar sem eru eingöngu viðskiptabankar þjóna einstaklingum og fyrirtækjum og eiga þátt í því að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki sem taka þátt í raunhagkerfinu, þ.e. framleiða raunveruleg verðmæti. Viðskiptabankar taka því litla áhættu í rekstri sínum. Þess vegna hafa bankakreppur mjög lítil áhrif á samfélagsbanka. Það sem skiptir mestu máli er að hlutverk samfélagsbanka er ekki að græða heldur að þjóna samfélaginu. Ef bankinn græðir þá fer gróðinn til samfélagsins. Samfélagsbanki borgar ekki ofurlaun eða bónusa en þrátt fyrir það eru engin vandamál við að ráða starfsfólk. Eigendur einkabanka vilja gróða og sá gróði kemur samfélaginu ekki til góða og er bara rekstrarkostnaður. Þar sem áhættan er mun minni í rekstrinum og ekki er krafist gróða þá er kostnaður við rekstur samfélagsbanka mun minni en einkabanka. Þess vegna getur samfélagsbanki boðið tryggari og ódýrari þjónustu. Þess vegna eru samfélagsbankar betri fyrir almenning. Auk þess fer hugsanlegur gróði aftur til baka til okkar. Dögun hefur það að markmiði að koma á samfélagsbanka á Íslandi og þá liggur beinast við að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka með nýjum lögum. Vilji er allt sem þarf og hann er til hjá Dögun. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar