Þrjár milljónir á fjáraukalögum í aðstoðarmann fyrir Ólaf Ragnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 23:14 Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. vísir/ernir Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála-og efnahagsráðherra til fjáraukalaga ársins 2016 var birt á vef Alþingis í kvöld. Þar kennir ýmissa grasa en á meðal helstu útgjaldaliða frumvarpsins eru 1,5 milljarða króna aukið framlag til öldrunarstofnanna og verulega aukin útgjöld til Útlendingastofnunar vegna fjölda hælisumsókna. Þannig eru 600 milljónir settar í uppihald hælisleitenda hér á landi og 200 milljónir fara til Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála vegna aukinnar umsýslu og til að hraða málsmeðferð hælisumsókna. Þá vekur það athygli að aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins óskar eftir þriggja milljóna króna framlagi vegna þjónustu við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta sem lét af embætti þann 1. ágúst síðastliðinn. Í frumvarpinu kemur fram að ríkisstjórnin hafi samþykkt að bjóða Ólafi aðstoð og þjónustu vegna ýmissa verkefna sem verða áfram á hans borði.Sjö milljónir á næsta ári „Gert er ráð fyrir að starfsmanni utanríkisráðuneytis verði falið að veita fyrrverandi forseta aðstoð og þjónustu samkvæmt framangreindu við þessi verkefni í allt að 50% starfshlutfalli,“ segir í frumvarpinu. Í ár eru áætluð útgjöld vegna þessa þrjár milljónir króna og á næsta ári sjö milljónir króna. Þá á þessi ákvörðun um aðstoð og þjónustu að koma til endurmats ekki síðar en að tveimur árum liðnum. Ekki kemur fram í frumvarpinu hvaða verkefni það eru sem verða áfram á borði Ólafs en málefni Norðurslóða hafa lengi verið honum hugleikin og má gera ráð fyrir því að það sé á meðal þess sem hann muni áfram sinna.Uppfæra á heimasíðu forsetaembættisins Eins og flestum ætti að vera kunnugt tók Guðni Th. Jóhannesson við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari. Á fjáraukalögum er farið fram á aukið framlag til almenns reksturs hjá embætti forseta. Þannig er sótt um 10 milljónir króna vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku Guðna. Nota á aukafjárframlagið til að bæta við starfsmanni á Bessastaði en starfsmannafjöldinn þar hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Þá hafði brotthvarf forseta úr embætti og embættistaka nýs forseta í för með sér ýmis útgjöld. Síðan á að uppfæra heimasíðu forsetaembættisins en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2000. Talið er brýnt að færa vefinn til nútímahorfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Efna á til útboðs í haust og opna nýja heimasíðu fyrir lok ársins.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira