Nýta sér athyglina og vilja eiga vörumerkið Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2016 07:00 „Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
„Málið sem er til skoðunar núna á sér talsverðan aðdraganda og hefur þegar mikil vinna farið fram af hálfu Samtaka atvinnulífsins og hóps aðildarfyrirtækja þess í samstarfi við Íslandsstofu og utanríkisráðuneytið,“ segir Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að til greina kæmi að höfða mál til þess að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar Iceland á vörumerkinu Iceland í ríkjum innan Evrópusambandsins. Í fréttinni var greint frá því að Íslandsstofa hefði skráð vörumerkið Inspired by Iceland víða erlendis. Breska matvörukeðjan Iceland hefði andmælt þegar vörumerkið hefði verið skráð fyrir vöruflokka sem skarast á við þá flokka sem vörumerki verslanakeðjunnar er skráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk eftir að fréttin birtist í gær á þetta við um fleiri íslenska framleiðendur en þá sem markaðssetja vörur sínar undir Inspired by Iceland. Það mun ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum að á sama tíma og matvöruverslunin nýtir sér þá jákvæðu athygli sem Ísland hefur fengið, til dæmis í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í sumar, sé fyrirtækið á sama tíma að freista þess að útiloka íslenska framleiðendur frá notkun vörumerkisins. Bergþóra segir að upprunalega hafi deilan verið vegna vörumerkjaskráningar fyrirtækisins í Bretlandi en það sem sé nú til skoðunar varði Evrópuskráningu á vörumerkinu. „Það er ekki verið að finna að því að breska matvöruverslanakeðjan Iceland Foods hafi nefnt verslanir sínar í höfuðið á ensku landheiti okkar en það sem við höfum talið óheppilegt er að Iceland Foods hefur ekki einungis skráð myndmerki sitt heldur sjálft orðmerkið Iceland,“ segir Bergþóra. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að slík skráning geti falið í sér takmörkun á rétti annarra til að nota orðið Iceland í vörumerkjum sínum. „Höfum við fyrst og fremst haft hag íslenskra fyrirtækja í huga í þeim efnum, þeirra sem eru að flytja út íslenskar afurðir eða hugvit og vilja tengja sig við uppruna sinn,“ segir Bergþóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38 Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Iceland heldur með Íslandi á EM í Frakklandi Breski stórmarkaðurinn með skemmtilega nafnið ætlar að styðja íslenska fótboltalandsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst eftir aðeins átta daga. 2. júní 2016 13:38
Vilja ógilda rétt á vörumerkinu Iceland Breska matvöruverslunin Iceland hefur gert athugasemdir við að Íslandsstofa noti vörumerkið Inspired by Iceland í markaðssetningu. Til skoðunar er að leggja fram kröfu til þess að ógilda rétt matvöruverslunarkeðjunnar til þess að nota v 21. september 2016 07:00
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36