Mikilvægi hjúkrunarfræðinga á breyttum Landspítala Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Velferðarráðuneytið kynnti á dögunum niðurstöðu skýrslu McKinsey & Company: Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans. Áhersla skýrslunnar er á rekstrarhagkvæmni og framleiðni vinnuafls Landspítalans og notuð voru tvö sænsk sjúkrahús til viðmiðunar, Karolinska háskólasjúkrahúsið og háskólasjúkrahúsið í Umeå. Skýrt kemur fram í skýrslunni að ekki er verið að horfa á samanburðinn við bestu starfsvenjur á heimsvísu og nauðsynlegt að hafa það í huga þegar horft er á niðurstöður skýrslunnar. Skýrslu sem þessari ber að fagna þar sem bent er á skort á heildarstefnu og stýringu veittrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tímabært er að taka upp ákveðna þjónustustýringu og að fólki sé leiðbeint með hvert það eigi að sækja mismunandi heilbrigðisþjónustu. Það er ljóst að vissa þjónustu, sem nú er veitt á Landspítala og á einkastofum sérfræðilækna, ætti að veita á heilsugæslustöðvum. Stærstur hluti af útskriftarvanda Landspítala er vegna skorts á úrræðum fyrir sjúklinga sem þurfa áframhaldandi hjúkrunarþjónustu á ódýrara þjónustustigi. Ekki er hægt að útskrifa þá til að rýma fyrir bráðveikum sjúklingum og minnka markvisst biðlista eftir aðgerðum þar sem það vantar fleiri hjúkrunarrými og aukin úrræði í heimahjúkrun og innan heilsugæslunnar.Misskilnings virðist gæta Lausnir undanfarinna ára hafa dugað skammt og kemur það vel fram í skýrslunni. Misskilnings virðist þó gæta á meðal skýrsluhöfunda þar sem þeir telja að þegar búið verður að leysa útskriftarvanda Landspítala þurfi færri hjúkrunarfræðinga þar til starfa. Með fækkun legudaga og aukinni skilvirkni í starfsemi legu- og göngudeilda eykst álagið og þar með hjúkrunarþörfin. Það er því hæpið að hægt sé að fækka hjúkrunarfræðingum í starfi þegar flæði bráðveikra sjúklinga eykst. Til að tryggja útskriftarúrræðin fyrir Landspítala þarf einnig að fjölga vel menntuðum hjúkrunarfræðingum í heilsugæslunni og heimahjúkrun svo hægt sé að taka við þeim og veita áframhaldandi þjónustu því ekki verða sjúklingarnir útskrifaðir út í tómið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga sem hafa þekkingu og færni í að sinna fólkinu t.d. í sínu heimaumhverfi eða á öldrunarstofnun er lykilatriði í að því farnist vel en það hafa margar rannsóknir þegar sýnt fram á. Við mat á frammistöðu Landspítala er notast við svonefnd greiningartengd hópgildi (e. Diagnsosis-related group, DRG). Þessi gildi byggja á flokkun sjúklinga eftir sjúkdómsgreiningum, aðgerðum og meðferðum, kyni, aldri og eðli útskriftar og kemur Landspítali ágætlega út í samanburði við sænsku sjúkrahúsin tvö. Hafa ber í huga að DRG tekur ekki tillit til hjúkrunarþyngdar nema að takmörkuðu leyti þar sem sjúklingur með fáar DRG greiningar getur þurft mikla hjúkrun. Þegar lagt er mat á frammistöðu Landspítalans og eingöngu notast við DRG er því ekki verið að taka inn einn stærsta kostnaðarliðinn sem er hjúkrun og raunverulegar hjúkrunarþarfir sjúklinga.Hundruð hjúkrunarfræðinga vantar Nú vantar fleiri hundruð hjúkrunarfræðinga til starfa á heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Á næstu árum verður stór hluti hjúkrunarfræðinga komin á eftirlaunaaldur og ná Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga árlega til að mæta þessari vaxandi þörf. Helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinnur á Landspítala og benda skýrsluhöfundar á að huga verði að nægu framboði menntaðra hjúkrunarfræðinga fyrir heilbrigðisþjónustuna. Fram kemur að það þurfi að sjá til þess að nægjanlegur fjöldi hjúkrunarfræðinga sé starfandi til að heilbrigðiskerfið geti starfað eðlilega. Samkeppni er um vel menntaða hjúkrunarfræðinga í hin ýmsu störf, m.a. á almenna markaðnum, og hefur hjúkrunarfræðingum í starfi á heilbrigðisstofnunum farið fækkandi. Þrjár meginástæður sem hjúkrunarfræðingar nefna fyrir því að þeir starfi ekki innan heilbrigðiskerfisins eru léleg laun, óviðunandi vinnuumhverfi og of mikið vinnuálag. Til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi eða fá þá til starfa á ný, þarf að bæta launakjör, vinnuumhverfi og tryggja fullnægjandi mönnun sem getur dregið úr vinnuálagi og gert starfið eftirsóknarverðara. Það er gott að fá svona skýrslu þar sem vandinn er greindur og aðgerðir settar fram sem geta styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Talið er að hægt sé að innleiða umbæturnar að fullu innan fjögurra ára. Þess væri óskandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun