PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 14:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06