KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 11:41 "Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, forseti KSÍ, um tilboð EA Sports í réttindin fyrir að fá að nota íslenska karlalandsliðið í FIFA 17. Vísir/AFP Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ástæðan fyrir því að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður ekki á meðal landsliða í tölvuleiknum FIFA 17 er sú að knattspyrnusambandi Íslands þótti upphæðin sem boðin var fyrir réttindi til notkunar á liðinu of lág. Greint var frá þessu fyrst á vef Nútímans. „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi um málið. Það er fyrirtækið EA Sports sem framleiðir FIFA 17 en Geir segir fyrirtækið hafa haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum. Var KSÍ tilkynnt að verið væri að loka leiknum fyrir útgáfu en það væri mikill vilji fyrir því að hafa íslenska karlalandsliðið í honum og koma því inn fyrir lokun. EA Sports sagði þó að fjármagnið sem áætlað var í framleiðslu leiksins væri allt að því uppurið og því ekki hægt að bjóða hátt. „Við komum með gagntilboð en það var ekki áhugi fyrir því,“ segir Geir Þorsteinsson við Vísi um málið.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VísirAðspurð hve há upphæðin var sagðist hann ekki vera með það alveg á hreinu þegar Vísir ræddi við hann. Erum við að tala um tugi milljóna?„Nei, ég held að það hafi verið nærri því að vera um ein milljón,“ segir Geir. Spurður hvort ekki hefði verið betra að taka þessu tilboði þar sem það hefði geta reynst mikil kynning fyrir íslenska knattspyrnu, og alls óvíst hvort slíkt tækifæri bjóðist aftur svarar Geir: „Þetta er bara eins og önnur viðskiptatækifæri. Ég er viss um að þeir urðu að meta það sínum megin frá. Íslenska landsliðið vakti athygli um allan heim. Við getum ekki gefið réttindin frá okkur.“ Fjörutíu og sjö karlalandslið eru í leiknum en íslenska karlalandsliðið er í 27. sæti á heimslistanum og komst í átta liða úrslit á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar eins og frægt er orðið. Geir segir EA Sports ekki heldur hafa spurst eftir því að fá að nota íslenska kvennalandsliðið í leiknum. Móðurfélag EA Sports, Electronic Arts, hagnaðist á síðasta ári um 875 milljónir dollara, um hundrað milljarðar íslenskra króna, og er ávallt ofarlega á lista yfir stærstu tölvuleikjaframleiðendur heims.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira