Fótbolti

AGF í niðursveiflu | Góður sigur Hammarby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elmar í leiknum gegn OB.
Elmar í leiknum gegn OB. vísir/getty
Björn Daníel Sverrisson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði AGF sem tapaði 2-1 fyrir OB á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var annað tap AGF í röð og það þriðja í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 10. sæti deildarinnar með 12 stig.

Frederik Tingager og Rasmus Jonsson komu OB í 2-0 en Mustafa Amini minnkaði muninn fyrir AGF 12 mínútum fyrir leikslok.

Elmar lék allan leikinn fyrir AGF en Björn Daníel fór af velli á 63. mínútu.

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Nordsjælland gerði 2-2 jafntefli við Silkeborg á útivelli. Nordsjælland er í 9. sæti deildarinnar með 12 stig.

Í sænsku úrvalsdeildinni vann Hammarby sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar liðið sótti Helsingborg heim. Lokatölur 0-1, Hammarby í vil.

Ögmundur Kristinsson var á sínum stað í marki Hammarby og Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru einnig í byrjunarliðinu.

Hammarby er í 8. sæti deildarinnar með 35 stig en liðinu hefur gengið vel að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×