Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2016 18:30 Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar. Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu. Landsvirkjun rekur nú þegar tvær vindmyllur á þessu svæði sem reistar voru 2012 í tilraunaskyni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum hefur stóraukist og vindaorka þykir eftirsóknarverður kostur. Vindurinn er ótakmörkuð auðlind, vinnslu rafmagns úr vindorku með vindmyllum fylgir enginn mengandi útblástur og með tækniframförum verða vindmyllur stöðugt hagkvæmari. Vindmyllugarðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og kemur hann til með að líta svona út (sjá myndskeið með frétt) þegar vindmyllurnar hafa verið reistar. Í umfjöllun um Búrfellslund í þriðja áfanga rammáætlunar kemur fram að aðstæður til virkjunar vinds á þessu svæði séu óvenju hagstæðar. Reiknað er með að hámarkshæð vindmylla þegar spaðar eru í efstu stöðu sé alltaf lægri en 150 metrar. Fjöldi vindmylla yrði um það bil 58 talsins fyrir vindmyllur með 3,5 megawatta aflgetu og 67 vindmyllur með 3,0 megawatta aflgetu.Fjöldi vindmylla ræðst af því hvor stærðin verður valin en vindmyllurnar verða aldrei fleiri en 67 á þessu tiltekna svæði. Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þroúnarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar mjög hentugt „Við teljum þetta vera besta staðinn sem við höfum haft í skoðun. Auðvitað eru aðrir staðir frambærilegir en þeir eru ekki jafn nálægt flutningslínum og öðrum innviðum eins og þessi staður,“ segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar. Vindafar í Búrfellslundi er mjög hentugt. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir í gegnum framkvæmdasvæðið. „Þú setur vindmyllur niður á svæði þar sem er mjög mikill vindur. Svæðin þarna eru vindbarin, það er lítill gróður og þetta er ekki svæði þar sem er mikil náttúrufegurð.“ Er í biðflokki Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk ásamt 37 öðrum virkjanakostum. Landsvirkjun bíður því eftir stjórnvöldum. „Helstu neikvæðu áhrifin eru talin vera á ferðamennsku og það er ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun setur þetta í biðflokk. Alþingi á eftir að samþykkja rammaáætlun og svo er auðvitað fjórði áfangi rammaáætlunar sem á eftir að fara af stað,“ segir Óli Grétar.
Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Vindorka Orkumál Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent